Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 106
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þangað til nú liafði hann æfin-
lega fenigið bréf á mánaðarfresti og
stundum oftar, en að undanteknu
fyrsta bréfinu, sem hún ritaði á
sjóferðinni, og sem færði lionum
svo óvæntar gleðifregnir að heim-
an,—að því undanteknu færðu
bréf hennar honum litlar upplýs-
ingar aðrar en þær, að liún væri á
Engiandi, að henni liði ágætlega,
og að hún hefði helzt meira að
gera en hún kæmist yfir. En nú
voru liðnar sem næst sex vikur
án þess að bréf kæmi frá henni,
og’ hafði hann þó í millitíð fengið
bréf að lieiman. Þetta olli honum
óróa. Þegar einn dagur leið svo á
ifætur öðrum, að ekkert kom skeyt-
ið, þá var ekki undravert þó grill-
ur ýmsar brytust fram í huga
lians, einkum á tómstundum. Það
var svo margt sem gat komið fyr-
ir,—slys, sjúkdómur, dauði, nei,
'nei, nei, ekki það, og þá var eins
og hann heyrði rödd móður sinn-
ar, er hann svo oft hafði heyrt á
bemskudögum sínum. “Festu
hug og augu æfinlega við björtu
hliðina, Hanni minn, og gleymdu
því aldrei að gnð er kærleikur og
því sigrar hið góða.” 0g minn-
ingin um þessi orð móður hans
færðu honum æfinlega endurnýj-
aðan þrótt, og trú á réttmæti orð-
anna. En samt steyptust sams-
konar éljaköst efasemdanna yfir
hann, aftur og aftur. Hann gat
ekki að því gert.
Áður en fýlking lians fór “yfir-
um ’ ’ frá Englandi, var Ilannes
Sergeant Major, eða yfirkennari
og eftirlitsmaður, og fylgdi þeirri
stig-hælíkun auðvitað nýjar skyld-
ur og ábyrgð. Meðal annars var
hann þá sjálfsagður að taka við
forystu, ef lautenant lians sýkt-
ist, eða særðist svo í orustu, að
óvígur yrði. Og þetta gerðist áð-
ur en Hannes hafði verið viku á
vígsvæði.
Litlu fyrir hádegi hafði stór-
skotalið Þjóðverja tekið að senda
látlausa kúlnahríð niður á reitinn
framundan liði Hannesar og á
löngu svæði til beggja handa. Eft-
ir stundar langa dembu liöfðu
þeir kubbað sundur flestar gadda-
vírsflækjur Bandamanna, og var
þá vegurinn fær yfir banareitinn
þveran, þó ekki væri hann greið-
ur. Að vörmu spori stukku Þjóð-
verjar þá upp úr víggröfum sín-
um og komu á harðalilaupum.
Bandamenn lilupu jafnsnemma
upp tir sínum gryfjum og fóru
jafngeist til móts við hina. Mætt-
ust þessi tvö öfl á miðjum reitn-
um og þar féll lautenant Iíannes-
ar óvígnr, en kallaði til Hannesar,
er var nærstaddur, að taka nú við
af sér og reka dónana heim aft-
ur. “Lautenant Jakobsson,” sagði
hann, “þú ert sverðlaus. Hér er
mitt,” og hann slöngvaði því að
fótum Hannesar, sem greip það,
veifaði því yfir höfði sér og bað
pilta sína að sýna nú hvað þeir
ættu til. Þeir gerðu það líka, og
það drengilega, því innan fárra
mínútna var bardaginn um garð
genginn, og Þjóðverjar komnir í
felur, en á þeim reit sem Hannes
réði yfir skildu þeir eftir fjóra
menn örenda, átta særða og sex
herteknar, sem þar voru afvopn-
aðir og síðan reknir eins og sauð-
skepnur heim til herbúða. Þann-
ig endaði fyrsti bardaginn undir