Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 113
VID SITJUM JÓLIN HEIMA
79
og- eftir að til London er komið
get eg fyrst alvarlega lagt stund
á lieimferðarmálið. í þ'essu sam-
bandi vil eg þá geta þess að heit-
mey mín hefir lofað að giftast mér
daginn sem við göngum á skip
til heimferðar, með þeim skilningi
að brúðkaupsgáldi okkar S'kuli
fólgið í fagnaði okkar yfir heim-
komu til ættmenna og vina. Læt
eg yfckur svo geta til hvort eg
muni eða muni ekki gera mitt til
að1 brottfarar-dagur okkar rísi
sem fyrst yfir hafið.
“lTm mig sjálfan skal eg vera
fáorður. 1 samanburði við þann
fjölda annara sem frægðarverk
hafa unnið, eni mín störf tilbomn-
lítil, en tilkynt hefir mér verið, að
herstjórn Breta. ætli mér minnis-
pening fyr,ir ágætis þjónustu, og
stríðskrossinn franska fékk eg
fyrir tilviljun, fremur en hreysti-
bragð. Sjálfum finst mér það
helzt frásagnarvert, af minni þátt-
töku í þessum svaðalega skolla-
leik, að eg hafi einhvernveginn
verið svo lánsamur að særast aldr-
ei svo, að bein eða taugar biðu
skaða af. Stundum “skall liurð
nærri hælum,” en ætíð þegtai' svo
bar til, var eins og' eitthvert ó-
sýnilegt afl bægði svo byssulilaupi
■eða höggvopni til hliðar, að eg
stóð óskemdur, eða sama sem.
Eg tróði þá og eg trúi enn, að trú-
arafl og Ibænir móður minnar, og
unnustu, hafi á einn veg eða annan
útvegað mér þá hulins-lilíf, sem
bjargaði lífi og limum á öllum
hælttu' stundum....”
Fáum dögum síðar feng-u bæði
Brennigerðis- o g Lands-hjónin
svohljóðandi símskeyti frá þeim
Hannesi og Sigríði, er Jþá voru
komin vestur yfir hafið til Hali-
f ax:
“Hingað komin frísk og fagn-
andi. Við sitjum jólin heima. ”