Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 125
ÞELSOKKAR ÞÓRUNNAR
91
Þar naut hún leiðsagnar og stuðn-
ing’s póstsins. Hún komist lieil á
Húfi til Þveráreyrar. Segir nú
ekki af ferðum Þórunnar fyrri en
hún kemur lieirn í Sölvavík eftir
mánaðar útivist. Þá var skift um
tíðarfar og fallinn snjór á jörð, svo
að götur allar voru komnar í fel-
ur og' slíkt liið .sama misfellur
landsins. Þegar svo fellur, er
giöng’umönnum óskemtileg gangan
oig ónotaleg. Mjöllin leynir liol-
um og hnjótum svo að fæturnir
gera ýmist, að rekast í hrjónur.
eða falla niður í skorninga.
Stundum liggur við falli, jafnvel
fótfimu ungviði, livað þá roskn-
um lýð.—Þórunn kvnni að liafa
liaft slíkt og þvílíkt bak yið eyrað,
íþegar liún kom að kvöldlagi inn í
eldhús lnismóður sinnar, alsnjóug,
og mælti, er liún hafði heilsað,
með þrem kossum:
“Aldrei framar skal eg fara í
laugferð, meðan eg má vera lijá
þér , elsku góða. ’’ Þetta ávarp
notaði liún þarna í fyrsta sinn.
Salgerði varð þá að orði:
“Þér hefir ekki gengið alt að
óskum, Þórunn mín, ef eg á koll-
gátuna.”
Þórunn hristi af sér snjóinn og
mælti:
“Það gengur nú .svo í henni
veröld, að á ýmisu veltur, trúi eg.
Á misjöfnu þrífast börnin hezt. ”
“Þú hefir staðið við áætlunina
heldur vel, kemur eftir réttan
mánuð. Það er þér líkt að hafa
alt í föstum skorðum. Mér þykir
vænt um, að ])ú ert komin lieim,
mér hefir hálfleiðst að hafa þig
ekki í bænum. Þetta er líklega
vanafesta. Og nú lield eg þér
komi vel að fá í bolla. Kaffið er
á könnunni og heitar rúsínu-
lummur í bakara-ofninum. Gerðu
svo vel, ef þú getur þá notað þér
þetta eftir alla dýrðina í borg-
inni.”
‘ ‘ Sleppum nú þeirri dýrð! ’ ’ svar-
aði Þórunn. En það er þér líkast
að taka svona móti mér, landeyð-
unni, þegar eg kem til þín af þes.s-
um húsgangi. ’ ’
Samtalið féll niður, því að fjár-
maður hjónanna kom að í þessum
svifum.
Þórunn háttaði venju fyrri
þetta kveld. Hún mundi vera
þreytt og hvíldarþurfi. Salgerð-
ur ætlaði að færa henni kveldverð.
En þá svaf liún í rúmi sínu, í her-
bergi, er hún hafði út af fyrir sig.
og blés mæðilega öndinni.
Næsta kveld sat liúsfreyja í
herbergi sínu og bætti flík við
kertisljó.s. Bóndi var útivið og
kyrlátt kring-um Salgerði. Veit
hún þá ekki fyrri til, en Þórunn
kemur til liennar, leggur liendur
urn háls hennar iog segir:
“Mikið er eg lifandi guðs fegin
að vera komin heim, lieim til þín
í höfn úr þessum flækingi, sem
eg sé eftir að hafa farið í, rneðan
eg* tóri.”
Röddin skalf og Salgerður varð
vör við, að andardrátturinn var
heitur og tíður, eins og henni væri
mikið niðri fyrir.
Húsfreyju varð liverft við.—
“Hvað hefir komið fyrir þig?
Þú, sem aldrei missir jafnvægúð
og ent .svo stilt og tamin.”
Hún klappaði á kinn Þórunnar
og fann að hún var vot. Salgerð-
ur mælti í mjúkum róm: