Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 131
Vöxtur og vaxtartap }
Eítir Ragnar E. Kvaran.
Eg hefi nýlega verið að lesa urn
sérsta'klega , einkeimilegl tré, sem
ferðamenn skýra frá, að þeir hafi
séð í Japan. Sum þeirra era meira
en liundrað ára gömul, en eru þó
ekki enn hundrað' þumlungar á
hæð. Einn ferðamaðurinn segist
liafa séð sérstaklega merkilegt
trjáasafn þessarar tegundar í
garði greifa eins í Tokio. Þafr
voru furutré, sem sáð hafði verið
á seytjándu öld, en þau voru ekki
orðin stærri en það á fyrsta f jórð-
ungi þessarar aldar, að bera rnátti
tréð í annari liendinni í leir-
pottinum, isem það óx í. Önnur
höfðu verið gróðursett um það
leyti, sem Columlbus fann Ame-
ríku, en voru ekki stærri en venju-
leg tveggja ára tré. í öðrum stað
sá hann ofurlítinn plómutrés-
smælingja; það var alt hnútótt og
kvistótt, bogið ogi undið af alda-
árás vinds og veðurs, og ekki
stærra en svo, að vel mátti iiafa
það á stofuborði, enda eru þessi
tré til þess notuð oft, meðan þau
bera blóm. Og hanu bætir þessu
við: “Þar voru enn önnur lítil
tré, sem sáð liafði verið í æsku
þeirra manna, sem nú eru komnir
við aldur, og þau eru enn í tebolla,
og' sum jafnvel í fingurbjörgum
kvenna.”
Hvernig stendur á þessum
*)Petta er ágrip af erindi, er flutt hefir ver-
lð á nokkrum stööum meSal V. ísL á síð-
nstliBnu ári. llöf.
dvergtrjám? Þau eru alveg sömu
tegundai' og önnur tré, en ræturn-
ar eru af ásettu ráði særðar eða
kliptar af, jafnóðum og þær vaxa
ofmikið; þau eru Játin svelta í
mjög lélegri og' magurri rnold, lát-
in vera vatnslaus urn langt skeið
í senn, en þó er lífinu lialdið í
þeim, þangað til þetta er orðin af-
bökun á tré, tré-brúður, eins og
með hrukkótt gamalmenna-andlit
á fótleggjum lítils barns. Og þa.ð
þarf að beita mikilli þolinmæði og
nákvæmni, til þess að ná þessum
árangri, þessum nærri því lilægi-
lega dvergvexti.
Það mætti virðast undarleg á-
nægja að fást við trjárækt á þenn-
an liátt. En þó er þetta vafalaust
lærdómsríkt. Því svo mikil sem
þolinmæðin verður að sjálfsögðu
að vera, til þess að gera slílvar til-
raunir, þá er þolinmæðin augsýni-
leg'a meiri, sem lífið sjálft beitir,
að gefast aldrei upp í baráttunni
til vaxtar, iiver.su mikið, sem tafið
er fyrir og liversu miklir þröskuld-
ir sem settir eru í veginn.
En víst er ánægjan undarleg.
En þó er liún ekki eins óvenjuleg
og ætla mætti. Það er alkunna, að
dæmin eru óteljandi fyrir því, að
menn hafa liaft gleði eða ein-
hverja ánæg'ju af því að ala upp
dverga í mannlegu félagi. Sii var
tíðin, að sjálfsagt þótti að hafa
að minsta kosti einn dverg við
hverja konungshirð, og jafnvel á