Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 133
VÖXTUR OG VAXTARTAP
99
manna. Allar liafa 'þessar þjóðir
haft tilhneigdngu til þess, er nefnt
hefir verið lýðræði — demókrati.
Þegar Ameríka tekst að byggjast,
sprettur stjórnskipulag upp af
þessari rót, eða drættir að því að
minsta kosti, alveg af sjálfsdáð-
um. Og allir vita, að þetta orð
hefir orðið að félagslegri trúar-
játningu þessarar álfu. Og því
verður naumast neitað, að svo
mjög sem mönnum ber á milli um
aðferðirnar til þess að ná fram-
tíðarfyrirkomulagi á félag'smálum
þjóðanna, sem unað verði við, þá
eru nú fleiri um það sammála en
verið hefir urn langt skeið áður,
að framhjá lýðræðinu verði ekki
komist og eigi ekki að reyna að
komast. Vér sjáum með öðrum
orðurn, að hér er liugsjón, sem
hinar menningaimestu þjóðir eru
að þreifa fyrir sér til þess að fá
gerða að veruleika. Þær eru að
reyna að vaxa í áttina til lýðræð-
is; en með því orði er átt við, að
öllum lýð þjóðarinnar sé gefinn
kostur á að ná þroska, og það verði
almenningsins vilji og upplag, sem
endurspeg'list í háttum þjóðlífsins.
En einkennilegast í máli sagnfræð-
ingsins var það, sem nú skal hafa
eftir honum:
“Þessi pólitíska stefna eða við-
leitni er ekki bundin við Engil-
Saxana eina, lieldur er hvm sam-
eiginleg þeim og Hollending'um og
Skandínavísluim þjóðum, eins og
saga þeirra ber ljóst vitni. Ogi
sannleikurinn er só, að fullkomn-
asta, dæmið um demókratíska sjálf-
stjórn, sem til er í öllum mann-
anna sögum, er ekki frá Engil-
Söxum, heldur frá liinu óbland-
aða norræna kyni þjóðarinnar á
Islandi.
Islandi er svo háttað, að menn
gætu búist við, að það væri síðasti
staðurinn, þar sem birtist hin full-
tomnasta demókratíska sjálfstjórn.
Þessi einkennilega eyja, snævi
þakin og full af eldfjöllum, úti
við baug Niorðurhafsins, er svo
fátæk 'Og ófrjó, að það mætti virð-
ast augljóst, að dreift fámennið
yrði svo aðþrengt í baráttunni
fyrir lífinu, að enginn tími ynnist
fyrir félagslegt líf eða liugsanalíf.
Auk þess voru fyrstu norsku
landnemarnir ekki á háu menn-
ingarstigi. Þeir voru óimentaðir
víkingar, gefnir fyrir rán, dýrkuðu
heiðna guði og stóðu ekki í neinu
sambandi við menningu Evrópu.
En þessir hálfviltu menn, sem
lentu við berar strendur Islands
fyrir meira en þúsund árum síðan,
höfðu í blóði sínu svo mikinn fé-
lagslegan, hagkvæman þroska, að
þeim tókst að setja á stofn lýð-
veldi, sem varð stórfurðulegt að
eðli. Stjórnskipun lýðveldisins
var í engu öðru falin en löggjafar-
og dómþingi. Það þurfti ekki að
halda á framkvæmdarvaldi né
lögregluliði. Fulltrúar þjóðarinn-
ar liittust og komu sér saman um
hvað gera skyldi og hvað skyldi
vera lög*. Dómurinn túlkaði lög-
in í vandamálum. Þjóðin gerði
það, sem á vantaði, af frjálsum
vilja. Og þessi furðulega stjórn
hélst við með góðum árangri um
margar aldir.”
Þetta eru sannarlega ekki ó-
merkileg ummæli. Og það vekur
oss til umhugsunar um það, livort
svo raunalega hafi í raun og veru