Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 136
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
konar löggjöf kemst eldvi á í Eng-
landi, Frakklandi og Þýskalandi
fyr en átta til níu kundruð árum
síðar. Eittkvað merkir þetta í
löggjöf manna, sem svo höfðu
vanist við vopnaburð, sem forfeð-
ur vorir fyrir meira en níu öldum.
Og í því sambandi er fróðlegt að
veita því atliygii, að þótt eigi væri
á þeim tímum litið sömu augum á
mannvíg, sem nú er gert, þá livíldu
þó svo þungar sektir á slíkum af-
brotum, að vart er annað liugsan-
legt, en að þær liafi hlotið að sliga
livern meðalmann fjárhagslega.
Fræðimaður einn hefir tjáð mér,
að hann hafi veitt því athygli, að
bætur fyrir frjálsboma menn í
Englandi í tíð Elfráðar ríka hafi
eigi verið liærri en fyrir þræla á
Islandi.
Eg fæ nú ekki undan því kom-
ist, þegtar eg renni huganum yfir
öll þessi atriði, að þau séu þess
merki, að þarna hafi verið frábær-
ir þroskamöguleikar á ferðinni.
Iiér eru liugsanir að brjóta sér
veg, sem áreiðanlegt er um, að ekki
liafa fundið sæmilegan farveg enn
hjá neinni þjóð. Bak A7ið þetta alt
saman er sú skapgerð eða það til-
finningalíf, sem trúir á manngildið
og hefir virðingu fyrir manninum.
Islendingar mistu vald á lífi sínu
um órálangt skeið og nærri lá að
])6ssi lund dæi alveg út eða sæist
í dvergmynd einni. En þetta var
með þeim falið.
Og hvað er þetta þá, sem eg hefi
verið að reyna að gera grein fyr-
ir? Sé það rétt, sem eg hefi verið
að halda fram, að þarna væri birt
í frumlegu formi sú stefna, sem
táknuð er með lýðræði á nútíðar-
máli, þá er það líka víst, að fortíð
vor tekur höndum saman við það,
sem merkilegast er í félagslegri
viðleitni liinna mestu menningar-
þjóða nútímans, Öll umbótastefna
leitar þess, hvernig á að vernda
manninn og manngildið fyrir þeim
óvinum, sem á hann sækja? Hvern-
ig á að búa svo um, að maðurinn
verði verndaður fyrir því að vera
rekinn í lijörðum til slátrunar,
þegar einhverjir blindir kraftar
seilast eftir auðlindum heimsins?
Hvernig á að 'koma högum svo
fyrir, að maðurinn sé eklci háður
því, sem Witson Bandaríkjaforseti
nefndi: “economic serfdom”' —
þeirri tegund mansals, sem al-
gengust er á vorum tímum ? Hvern-
ig- á að skapa þá menningu, þar
sem maðurinn er í öndvegi og alt
annað skör lægra?
Eg fæ ekki annað séð, en að
þetta sé sama viðleitnin í dag, sem
sú er birtist á svo einstæðan hátt í
upplagi þeirra manna, sem stofn-
uðu ríki úti í Atlantshafi fyrir
þúsund árum, og fóru þá aðrar
leiðir en nokkrir menn liöfðu áður
farið. Dirfska nýjunganna bjó í
þeim. Heilagur andi hins tilbreyt-
ingaríka lífs var yfir þeim. Á
máli trúarbragða mætti segja að
þeir liafi vaxið að náð. Því að
þetta er að minni hyggju það, sem
felst í því, sem á trúarlegu máli er
nefnt náð. Náðin er það, er tilver-
an hefir gefið manninum nýja
hvöt, .sannari skilning og æðri
vilja til fullkomnara lífs. Náðin
er það, sem lyftir manninum upp
yfir gamla ófullkomleika, fæðir
manninn að nýju, gerir hann að
vopni í baráttu liins unga lífs