Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 137
VÖXTUR OG VAXTARTAP
103
lieilag's anda. Og' hafi nokkurir
menn endurfæðst, þá voru ])að
þeir, er svo voru róttæOdr, að þeir
lög’ðu nýjar undirstöður frá g-runni
fyrir sjálfa. sig, svo að segja um
leið og' þeir urðu að þjóð.
Eg sagði áðan, að forfeður vor-
ir liefðu mist vald á lífi sínu er
frá leið. Einliver skemd kom í
lífstré þeirra, þegar vöxturinn
sýndist allra glæsilegastur. Sturl ■
ungaöldin skall á eftir friðaröld-
ina. Eg liefi ekki þekkingu til
þess að rekja, 'hvernig á þeim
sorgarleik stóð. Hitt vita allir, að
þjóðin lifði dverglífi þaðan af um
margar aldir, livað sem síðar kann
að verða.
Ýmsir menn með íslenzkri ])jóð
virðast hafa töluvert greinilegt
liugboð um, að á þessu sé nú að
verða allákveðin breyting. Eng-
inn getur veitt verulega altliygli
þeim breytingum, sem eru að verða
á háttum manna á Islandi, án þess
að láta sér skiljast, að breyting-
arnar eiga mikið skylt við vöxt og
gróður. En fyrir Islendinga, er
hér búa, skiftir enn meiru, að
hvaða niðurstöðu þeir komast um
sitt eigið líf. Verður sagt, að liér
sé stefnt nokkurnveginn eins beint
í áttina til farsældar þroskans,
eins og- sanngjarnt sé að ætlast
til?
Þessi spurning er ekki vakin til
þess, að henni verði liér svarað
endanlega, heldur til þess, fyrst
og fremst, að skilja hana eftir í
hug-urn manna, því hér á það við
eins og annarsstaðar, að vér ná-
um aldrei lang't sem þjóðflokkur.
ef vér ekki gerum oss far um að
þekkja sjálf oss betur en vér ger-
um nú. Það er verkefni fyrir
‘fi'óðleiksmann, að semja sögTi
Vestur-lslendinga. Og eitt af því,
sem eg held að sá maður mundi
benda á, er þetta:
Islendingar hér í landi hafa að-
allega fengist við þrjár tegundir af
atvinnugreinum. Þeir hafa verið
bændur, kaupsýslumenn ogi iðnað-
armenn. 1 öllum þessum greinum
liafa þeir reynst liafa farsælar
gáfur, en ekkert þar fram yfir. Vér
höfum fengið allgóðan orðstír,
sem landnemar og borgarar.
En sannleikurinn er sá, að vér liöf-
um verið alt of lítilþægir og lágt
liugsandi um oss sjálfa. Og vér
höfum ekki þekt vorar eigin tak-
markanir. Egi hygg að það liggi
í sjálfu blóði voru og upplagi, að
vér verðum ávalt eftirbátar þjóða
eins og Dana um búskap. Það er
ekkert, sem bendir á það, að nokk-
ur Isleridingur liafi liaft þolinmæði
Skotans eða snilligáfu Gýðingsins
við kaupskap. Eeynslan í þessu
efni er nákvæmlega sú sama hér,
■eins og' hún hefir verið á Islandi.
Og í báðum álfunum hefir reynsl-
an verið sú um íslenzka menn, að
það er sem þeir nái sér fyrst niðri
við tvennskonar störf. Heima við
strendur íslands liafa þeir reynst
harðvítugastir isjósóknarar heims-
ins. Og kunnugur maður hér í
norðurhluta álfunnar hefir sagt
mér, að naumast muni vera til
nokkurt veiðivatn frá Manitoba til
Kyrrahafs, þar sem Islendingur sé
ekki við verk. Þetta mun ekki vera
nein tilviljun. Og hitt mun held-
ur ekki vera nein tilviljun, hvern-
ig famast hefir um þá menn yfir-
leitt, sem komist hafa út úr hinum