Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 138
104
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
almennu verkefnum og inn á braut-
ir hinnar æðri mentunar.
Það ,sem síðast hefir verið bent
á, þarf ekki að rekja. Enginn þjóð-
flokkur 1 Norður-Ameríku á til-
tölulega jafn marga stór-myndar-
lega lækna, eins og þessi (nema
ef vera skyldu Gyðingar). Nokkr-
ir menn hafa reynst meira en lið-
tækir við vísindastörf. Merkilega
margir hafa rutt sér braut að
virðulegum fræðslustofnunum.
Forystuhæfileikar í stjórnmálum
virðast ekki sjaldgæfari hér en
annarsstaðar, því |í þeim efnum
virðist metnaðinn skorta meira en
hæfileikana. Ýmsir prestar hafa
reynst glöggir vitmenn. Og öll
eru þessi dæmi fleiri og ákveðnari
en svo, að til mála geti komið að
telja þau tilviljun.
0g á hvað bendir þetta alt sam-
an, þegar yfir það er litið í heild?
Það er engin nýjung, þótt á það
sé bent, að allar þjóðir séu ekki
jafnhæfar fyrir állan starfa.
Hitt væri nýjung, ef heil þjóð léti
sér þá vitneskju svo að kenningu
verða, að liún skipaði öllu lífi sínu
samkvamt henni. Og nm þessa
þjóð—íslenzka menn—.er það vit-
anlegt, að það eru tvenskonar
st’örf, sem henni láta betur en
nokkur önnur. Annað er baráttan
við höfuðskepnur náttúrunnar, og
hitt er glíman við andlegar gátur
og raunir. Yestur-lslendingar hafa
þennan arf í brjósti sér, hvort sem
þeir eru sér þess meðvitandi eða
ekki. Svo bent sé á enn eitt dæmi,
sem fram er komið af líffræðilegri
livöt, en ekki af tilviljun; þá má geta
þess, að þegar Islendingur getur
sér, heimsfrægð fyrir afrek sín hér
í álfu, þá er það fyrir það, að hann
liefir sameinað þessa eiginleika
hvorutveggja. Vilhjálmur Stef-
ánsson er frægastur núlifandi Is-
lendingur fyrir að ganga á hólm
við höfuðskepnurnar og fyrir að
leysa með vitsmunum sínum úr
gátu norðursins.
Eg get ekki að því gert, að mér
finst vér mega af þessum dæmum
öllum noklíuð læra. Og fyrst og
fremst það, að það er skylda vor
við sjálf oss og niðja vora að gera
það sem í voru valdi stendur, til
þess að hug-ur og metnaður liinn-
ar yngri kynslóðar horfi í þá átt,
sem er gáfum liennar samkvæmast.
Nú er meginþorri íslenzkra manna
hér í álfu við búskap eða kaup-
sýslu. Þetta eru þörf störf, ien
metnaður vor getur ekki legið á
leiðum þeirra, vegna þess, að aðrar
þj'óðir liafa, að því er séð verður,
langsamlega mikið betra upplag til
þeirra starfa. Yér verðum að
nota þau störf og fást við þau—
ekki sem framtíðaratvinnuvegi
þjóðflokksins, lieldur sem lyftu
ujDp í önnur störf, sem oss eru
hugnæmari og eðlilegri. Og þau
störf eru, eins og nú er í liaginn
búið þessa stundina, öll bundin við
æðri mentun. Mér hefir verið
sagt af kunnugum mönnum, að
um það leyti, sem þeir menn voru
að alast upp, sem nú eru miðaldra,
þá hafi það verið metnaður manna
í íslenzkum fjölskyldum víðsvegar
út um bygðir, að sjá um að minsta
kosti einn maður af fjölskyldunni
kæmist til menta. Að þessu unnu
allir, sem eitthvað var skylt mál-
ið. Nú er mér tjáð, að þetta sé
mjög að breytast. En það verður