Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 139
VÖXTUR OG VAXTARTAP
105
að breytast aftur. Köílun íslend-
ingsins liggur í gegnum hin æðri
mentastörf, eða hún er ekki til. Og-
•þegar þjóSflokknum í heild sinni
verSur þaS ljóst, þá skapast hiS
sérkennilega fyrirbrigSi, sem ætla
má aS Yestui’-lslendingurinn geti
orSiS. Enn virSist hann ekki vakn-
aSur til meSvitundar um íbúandi
krafta sína. Væri hann þaS, þá
væri hann þegar búinn aS skrifa
eitthvert verulegt skáldrit í ó-
bundnu máli. Frá upp'hafi nafns
Islendingsins liefir honum veriS
gefiS þaS í vög-goigjöf aS geta rit-
aS. Og þaS er hér meSal Vestur-
Islendinga, þar sem lýstur saman
áhrifum hins. mikla, starfandi ame-
ríska heims og hinu íhugula upp-
lagi hins einangraSa anda um ald-
ir, sem skilyrSi ættu aS vera fyr-
ir því, að mikiS skáldrit væri sam-
iS.
Sumir missa móSinn, ef hugsaS
er stórt fyrir þjóS þeirra. En að
því er séS verður, þá virðist þaS
vilji íslendinga í Ameríku aS
verða myndarlegir fóstursynir
hinnar miklu álfu. Þeir eru drott-
inliollir viS Kanada og Bandarík-
in. En aS verulegu gagni kemur
þaS þá fyrst, er þeir liafa til fu.lls
áttaS sig á, hvaS þeir eiga aS gefa.
Þeir eiga ekki fyrst og fremst aS
gefa handafla sinn, heldur sjálfa
sig, anda sinn, sál sína. Þeir eiga
aS gefa álfunni íslenzka, vitra
mentamenn. Geri þeir þaS, þá
lifir Vestur-lslendingurinn. Geri
þeir þaS ekki, þá verður liann
dvergur.