Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 142
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ir á þinginu. Var þvi þingi frestaC til kl.
2 e. h.
2. fundur settur kl. 2 e. h. Forseti gat
þess aS kjörbréfanefndarálitiö væri enn
ókomiS, halda mætti áfram meS skýrslur
en þær yrSi ekki afgreiddar. Las hann
þá upp svo látandi skýrslu milliþinga-
nefndarinnar er kosin var til aS hafa til
meSferöar sveitadvöil ísl. barna úr Win-
nipeg.
“Til Þ jóSræknisþings ísl. í Vestur-
heimi:
Nefndin, sem á síðasta þingi 1927 var
sett í málrö, “sumarfrí bar'na,” átti fund
með sér aö heimili forseta, frú Þórunnar
Kvaran 3. júní síöastl. og ákvaö þá að
birta í báðum íslenzku vikublööunum, er-
indi þess efnis, aö biðja þá sem kynnu
aö vilja taka unglinga yfir sumarmán-
uðina, sem og þá er kynnu aö vilja koma
únglingum fyrir í dvöl þá mánuöi júlí og
ágúst, aö láta eitthvað af nefndarfól'kinu
vita um það fyrir 28. júní. Bæöi blöðin
birtu þetta erindi með glöðu geöi og tóku
enga borgun fyrir, en samt fékk nefndin
ekkert verkefni og geröi þess vegna ekki
neitt.
Winnipeg 18. febr. 1928,
Virðingarfylst,
B. Magniisson skrifari nefndarinnar.”
Árni EggertS'Son lagði til að skýrslan
væri viðtekin, samþ. Mrs. Swanson sagöi
lítinn áhuga hafa komiö fram í þessu
máli, örfáar fyrirspurnir og sömuleiðis fá
tilboö.
'Þ'á var tekið fyrir bókasafnsmálið.
Lagði félagsstjórnin fram frumvarp til
reglugeröar fyrir því, er svo hljóðar:
“Frumvarp að reglugerð um útlán bóka
úr bókasafni Þ jóöræknisfélagsins :
1. gr. Skjalavörður félagsins er bóka-
vöröur.
2. gr. Bóka'safnið skal vera opið til út-
láns fyrir félagsmenn einu sinni í viku
tvær stundir í senn.
3. gr. Hverjum félagsmanni skal heim-
ilt að fá tvær bækur aö láni í senn um
t' eggja vikna tíma, endurgjaldslaust.
4. gr. Utanfélagsmenn eiga kost á aö
fá Iánaðar bækur úr safninu gegn 20
centa greiðslu fyrir hverja bók í tvær
vikur.
5. g_r. Skili lánandi ekki bók á tilsettum
tíma sikal hann greiöa fimm cent fyrir
hvern dag, sem fram yfir er.
6. gr. Hverjum þeim er fær bók aö
láni úr safninu, skal skylt að skila henni
aftur óskemdri, enda greiöi hann fullar
bætur samkvæmt mati bókavarðar, ef
skemdir verða. Sætti lántakandi sig ekki
við mat bókavaröar, getur hann skotiö
máli sínu til stjórnarnefndar, sem þá sker
úr.
7. gr. Bókavöröur skal halda skrá yfir
allar bækur í safninu og skal sú skrá
jafnan vera handbær félagsmönnum á út-
lánstimum.
8. gr. Félagsstjórnin greiði bókaveröi
$50.00 á ári í þóknun fyrir starf sitt.”
Var frumvarpið tekið til umræðu. A.
P. Jóhannsson kvaöst vera því andstæður
að félagið stofnaði bókasafn til útláns í
Winnipeg. Vildi liann láta það gangast fyr-
ir því að bókasöfn væru stofnuö víðsveg-
ar út um sveitir, en þeim haldið við sem
til væri. J. J. HúnfjörÖ tók í sama
streng, kvað bókasafn vera í sinni bygð.
sem mikið væri notað. Forseti skýrði
málið og kvað það mundi koma til um-
ræðu og úrslita síðar. Sig. Baldvinsson
var eindregið með því að ibókasafn yrði
stofnað i Winnipeg, en að bækur skyldu
ek'ki lánaðar út fyrir takmörk bæjarins.
Málinu var frestað til seinni tíma.
Árni Eggerfcsson gerði þá grein fyrir
húsbyggingarmálinu. Litlar framkvæmd-
ir orðið á árinu. Vék hann að því að
nauðsynlegt væri að löggilda félagið. Gat
þess enn fremur að dr. Ágúst Blöndal
hefði komið til sin fyrir hönd nokkurra
manna, er vissu til þess að hr. Emile
Walters, |1istmálari, myndi fáan'legur til
að koma hingað norður á næsta sumri,
um sex vikna tíma, og segja íslenzkum
ungmennum til við dráttlist og listmálning.
Kvað hann dr. Blöndal fúsan til að koma
á þingiö og skýra þetta mál.
Enn var skýrsla kjörbréfanefndar ó-
komin, lýsti forseti því yfir, að á meðan