Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 153

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 153
NÍUNDA ÁRSÞING Vildi hann láta finna þá fulltrúa þessa nýja félags, er búsettir væru hér í bæ, og benda þeim á aö þeir stigi skör framar en hófi gegndi og fara þess á leit viö þá, með allri vinsemd, aö þeir breytti nafn- inu. Lagöi hann til aö máliö væri tekið á dagskrá. Séra Jónas A. Sigurösson studdi. Var þaö samþykt. Séra Jónas A. Sig- urösson vildi láta íslendinga andmæla; væri þetta endurtekning margítrekaöra tilrauna aö he’lga sér verk íslendinga. Lagöi til að nefnd yrði rkipuð í þinginu til að hugleiða málið og koma með tillög- ur fyrir þing. Séra Rögnv. Pétursson stúddi. Séra J. P. Sólmundsson kvað þetta mál leiða það i ljós að þegar til alvör- unnar kæmi gætum vér verið einhuga. Um þetta væru allir sammála. Séra Runólfur Marteinsson kvað orðið ‘Norse* hafa feng- ið nýja merkingu.—Áður hefði það verið sama sem “Norrænn”—nú þýddi það vist oftast “Norwegian.” Séra Rögnvaldur kvað nokkuð hæft i þvi, að þeirri merk- ingu væri haldið fram af Norðmönnum, án þess þó að þeir vildu láta undanskilja það, sem áður hefði verið látið í þvi fel- ast. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykt, og í nefndina skipaðir séra Rögnvaldur Pétursson, séra Jónas A. Sig- urðsson og séra Runólfur Marteinsson. Var ,þá borin upp fundarslita tillaga, skyldi þingi frestað til kl. 10, næsta morg- uns. Forseti gat þess að samkvæmt venju væri kveldið helgað hinu árlega Miðsvetr- armóti Þjóðræknisdeildarinnar “Frón,” er einnig væri nefnt “Þ jóðræknismót,” og hét á menn að vera til staðar komnir eigi síðar e.n kl. 8. Var svo fundi slitið og þingi frestað til kl. 10 næsta morguns. Sem til stóð hófst samkoma þessi kl. 8. Var sá fjöldi saman kominn að setja varð stóla á gangana svo allir fengi sæti. Var þess getið síðar um kveldið að sjald- an eða aldrei hefði mótið verið fjölmenn- ara. Séra Runólfur Marteinsson, forseti Fróns, setti samkomuna með ágætri ræðu. Næst honum lék ungfrú J. Johnson á slag- hörpu. Flutti þá séra Ragnar E. Kvaran erindi um þjóðræknismálið, áhrifamikið og ágætlega samið, ennfremur dr. Sig. llí) Júl. Jóhannesson annað, um sama efni, ikvæði, er skáldið Gutt. J. Guttormsson orti fyrir mótið, las Gísli P. Magnússon. Þá las 'skáldið Lúðvík Kristjánsson upp gamankvæði er hann hafði þá ort fyrir skemstu. Var því svo vel tekið að ekki fékk hann að ganga af ræðupalli fyr en hann fór með annað, er engu þótti ó- snjallara. Þá las séra J. P. Sólmundsson upp drápu, fornyrða, um “Hrólfs eðlið.” Milli ræða og kvæða upplesturs skemti prýðilega æfður karlmannakór með fjölda islenzkra söngva. í kórnum voru allir hin- ir valinkunnustu söngmenn, er heima eiga hér í bæ, en söngnum stjórnaði hr. Bryn- jólfur Þorláksson. Einsöng söng hr. Árni Stefánsson, en að lokum söng herra Sig- fús Halldórs frá Höfnum, hið mikla skozka söguljóð, “Archibald Douglas,” eftir Fontane, og afhenti glímuköppunum verðlaunin, er þeim höfðu hlotnast kveld- inu áður. Gengu þá sumir til snæðings en aðrir véku til dans. Hélt svo samkoman áfram þar til löngu eftir miðnætti. Bar samkoman það með sér, að Þjóðræknis- félaginu vex nú megin með ári hverju. Fimti þingfundur settur kl. 10 f. h. 23. febr. 1928. Fundarbók lesin og samþykt. Árni Eggertsson benti á að ýmislegt væri rangt tilfært í fréttum af þinginu í ensku blöðunum, sérstaklega “Tribune.” Vildi hann láta útnefna einhvern til þess að veita áreiðanlegar fréttir. Lagt til og samþykt í einu hljóði að maður sé út- nefndur í þessa stöðu. Forseti útnefndi Árna Eggertsson. Herra Ágúst Sædal lagði þá fram eftir- fylgjandi nefndartillögu í Bókasafnsmál- inu: Herra forseti! Háttvirta Þjóðræknis- þing: Vér, sem kosnir vorum til að athuga frumvarp til reglugerðar fyrir bókasafni Þjóðræknisfélagsins leyfum oss að láta í ljós álit vort á málinu. Vér mælum eindregið með fyrnefndu frumvarp eins og það var orðað í 8 lið- um. Vér leggjum til að þingið kjósi 3 manna milliþinganefnd, sem annist um bókakaup og láti smíða sæmilegan bókaskáp fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.