Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 158
124
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
milliþlnganefndar, sem starfandi var síS-
astl. ár, leyfum oss aS leggja til:
1. AS skýrslur nefndarinnar séu vitS-
teknar og nefndinni þakkaS vel unnið
starf._
2. AS nefndin sé endurkosin fyrir kom-
andi ár.
3. AS þingiö leiti álits fjármálanefnd-
ar um það hvort félagið sjái sér eigi fært
að styrkja nefndina með fjárframlögum
til útbreiðslu íþrótta.
4. Að þingið hvetji deildir út um land-
iö til að nota sér þá kenslu, sem nefndin
kann að geta útvegað, en með þeim skiln-
ingi að hlutaðeigandi deildir standist að
mestu leyti kostnað sem af því leiðir.
5. Að þingið minnist með þakklæti
þeirra einstakra manna, sem svo drengi-
lega hafa stutt iþróttamálið með fjár-
framlögum á s. 1. ári.
Winnipeg 23. febr. 1928.
/. F. Kristjánsso.n, J. S. Gillies,
Hjálmar Gislason.”
Nefndarálitið borið upp og samþykt i
einu hljótSi.
Frnmvarp til bráðabyrgðar aukalaga
var þá lesið af J. F. Kristjánssyni sem
fylgir:
“1. Við stjórn funda og allra mála á
fundum skal farið eftir stjórnarskrá fé-
lagsins, aukalögum þessum og Roberts
Rules of Order.
2. Rétt deilda, eða meðlima deilda, sem
ákveðinn er með 21. gr. stjórnarskrárinn-
ar, ber að iskilja þannig, að kjörnir er-
indrekar frá deildum er mæta á ársþing-
um félagsins fyrir hönd sinna heimadeilda
Ieggi fram í þingbyrjun kjörbréf undir-
r'tað af forseta og ritara þeirrar deildar,
er sendir erindrekann, og taki kjörbréfið
greinilega fram, hvað mörg atkvæði full-
trúi fer með til þings og nafngreini, auk
þess, þá deildarmeðlimi, sem æskja að
fara með sitt eigið atkvæði á þingi.
3. Allir fulltrúar og erindrekar skulu
skrásettir við þingbyrjun. Skal rita við
nafn hvers þingmanns tölu, er sýnir með
hve mörg atkvæði hann fer á þingi. t. d.
1, 2 og 10 o. s. frv.
4. Við atkvæðagreiðslu þingfunda
skulu vara-ritari og vara-fjármálaritari,
eða í fjarveru þeirra tveir aðrir þing-
menn, er forseti nefnir, aðstoða forseta
og ritara við talningu atkvæða á fundum.
5. Atkvæðagreiðsla fer fram eftir
nafnakalli. Þó getur þingið ákveðið skrif-
lega atkvæðagreiðslu, hvenær sem því
sýnist þess þörf.
Jónas A. Sigurðsson, Hjálmar Gíslason,
J. F. Kristjánsson.”
Samþykt var að ræða frumvarpið lið
fyrir lið. Fyrsta gr. borin upp og sam-
þykt; sömuleiðis 2, 3, og 4. gr. Séra
Rögnvaldur Pétursson benti á að 5. gr.
kæmi í bága við grundvallarlögin, þar
sem gert er ráð fyrir í 26. gr. hversu at-
kvæði skuli gefin. Fimta greinin dregin
til baka. Var þá nefndarálitið borið upp
með áorðinni breytingu og samþykt.
Séra Rögnvaldur Pétursson gat þess
að hann hefði haft tal af hr. Walter Jó-
hannsson. Væri hann fús til þess að halda
áfram yfirskoðunarembættinu komandi ár.
Lagði til að hann væri kosinn. Árni Egg-
ertsson studdi. Tillagan samþykt í einu
hljóði.
Útgáfa Tímaritsins:— Séra Jónas A.
Sigurðsson lagði frani eftirfylgjandi
nefndarálit:
"Tímaritsmálið.
Til hjóðrœknisþingsius 1928.
Nefndin, er skipuð var til að íhuga út-
gáfu Tímaritsins, finnur sig knúða til að
kannast við að Tímaritið hefir reynst
lífæð og fjársjóður félagsins. Aldrei hef-
ir hagur þess staðið betur en nú. Dylst
víst fáum að án Tímaritsins hefði félags-
skapur vor orðið skammær. Um hið ein-
staka í nýprentuðum árgangi ritsins er
hér ekki dæmt. Að sjálfsögðu má á eitt-
hvað benda við útgáfu þess, er horfir til
bóta. Það er eitt höfuðeinkenni allrar
mannlegrar starfsemi.
Á siðasta ársþingi var því ráðstafað,
að Timaritið veitti viðtöku og prentaði
ritgerðir um vísindaleg efni. Sanngjarnt
er á það að benda, að örðugt mun að sam-
rvma það ákvæði þeirri ósk ýmsra að rit-
ið verði helzt alþýðlegt ungmennablað.