Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 59

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 59
HULDA SKÁLDKONA 37 legt, að Hulda, sem unni þjóðlegum fræðum frá byrjun vega (Smbr. inn- gangskvæðið), leitaði inn á landar- eign þeirra til yrkisefna. Sýnir þessi ljóðsaga hennar einnig, að henni lætur vel að spinna hinn gullna þráð þjóðsagnanna, því að kvæða flokkur þessi er haglega gerður bæði að orðavali og bragarháttum, ekki stórbrotinn, en auðugur að skáld- legum og fögrum líkingum. í ljóðasafninu Segöu mér að sunn- an (1920) leikur Hulda löngum á sömu strengi og áður. Margt það, sem íslensk náttúra á fegurst að bjóða, andar í þessum þýðu kvæðum hennar og speglast þar í völdum myndum málsins. Yfir öðrum kvæð- anna hvílir heillandi angurblíða, sérstaklega þulunum og þeim ljóð- unum, sem eru með þjóðsagnablæ (“Æfintýri”, “Signý og Hagbarður” °- fl.). Prýðisfalleg eru kvæðin “Álfheiður”, “Slagfiður”, “Sumarið uiun líða” og “Aftanljómi”. Ekki verður heldur með sönnu neitað, að yrkisefnin eru hér nokkuru fjöl- breyttari en áður var; hér eru kvæði °rt erlendis (“Oxford”, “Við grafir krossfara”), en þó er hugur skáld- konunnar altaf hálfur heima, svo fasttengd er hún átthögum og ætt- landi (Smbr, kv. “íslenskur hestur”). Lítt er þá að undra, að hún þýðir kvæði eins og “Home, Sweet Home”, hinn fræga lofsöng heimilisins eftir Payne. í kvæðabókinni Viö yzta haf (1926, sem er eitt af aðal ljóðasöfn- Um Huldu, kennir þó hvað mestrar fjölbreytni; í sum þeirra sækir hún efnið aftur í fornöld; önnur eru al- þýðuvísur um atburði og sagnir; þá eru hér “Sveitasöngvar” Og mörg erfiljóð og minninga, er hún nefnir “Minjar”. Loks eru þýðingar eftir Heine, Longfellow, Uhland og fleiri. Hulda er því sem fyrri sjálfri sér trú um hugðarefni og skáldskapar- svip. Þróttmeiri eru þó ýms þessara kvæða en hin, sem á undan fóru; eigi að síður en hin hreina lýrík höfuðeinkenni þeirra sem áður. f einu fegursta kvæði safnsins, “Helga Bárðardóttir”, hefir skáldkonan ó- beinlínis lýst sjálfri sér, svo að eigi verður betur gert í stuttu máli: Hún skildi, hvað lindin í lyngi söng, og ljóðin, er kváðu vötnin ströng I fallgljúfrum dulardökkum, og lóunnar sorgbliða sjafnarmál, siguróp fálkans, hvelt sem stál, og grashvísl í grænum bökkum. Hið óbreytta náttúru-móðurmál mætti þeim strengjum í hennar sál, er hljómanna hreinleik geyma; hún lærði barnung að þýða þá, þeir voru sannari en mönnum hjá, því hún átti þar aldrei heima. Dýpstum tónum hefir Hulda þó náð úr hörpunni í kvæðasafninu Þú hlustar Vör (1933). Þeim til fróð- leiks, sem kunna að furða sig á heiti bókarinnar, má geta þess, að það er ávarp til ásynjunnar Varar, en frá henni er þannig sagt í Snorra-Eddu: “Vör, hon er vitr og spurul, svá at engi hlut má hana leyna; þat er orð- tak, at kona verði vör, þess er hon verðr vís.” Og fjarri fer því, að skáldkonan hafi valið þessum Ijóða- flokki sínum nafn af handahófi; með fölskvalausri hreinskilni lýsir hún hér dýrkeyptri innri reynslu sinni, gerir lesandann hluthafa í hjart- fólgnustu draumum sínum og kær- ustu minningum. Bjart er yfir inngangskvæðinu, á-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.