Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 66
44 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sem var, og er, og ef til vill þess sem verða mun. Öllum er kunn landafræðisleg lega Þýskalands. Það myndar að segja má hjarta meginlands Evrópu. Frá náttúrunnar hendi hefir það engar glöggar landamæralínur, nema að norðan, og aðeins að nokkru leyti þar. Á þrjá vegu er það umlukt öðrum þjóðum, sem á ýmsum öldum hafa farið herskildi yfir landið. Stríðsferill þjóðanna, sem byggja þetta svæði, er langur og ömurlegur. Er orustan við Waterloo var háð, sem batt enda á æfintýralíf Napol- eons, telja sögufróðir menn, að þetta svæði hafi verið orustuvöllur ýmsra þjóða í hart nær þrjú hundruð ár. Um aldamótin 1800 voru fjölmörg sjálfstæð smáríki þar sem nú er Þýskaland. Smám saman var Prúss- land, eitt þessara smáríkja, hinum yfirsterkara. Þaðan kom síðar sú heimspekistefna sem von bráðar mót- aði öll ríkin og steypti þeim saman í eina þjóðernislega heild. Þannig myndaðist hið þýska keisaradæmi. Þessi heimspeki hefir mótað hugar- far þjóðarinnar fram á þenna dag; nú er hún enn einu sinni orðin hold og blóð og lifir og hrærist í per- sónu Adolf Hitlers. Þessi heimspeki hefir komið heiminum í bál og brand aftur og aftur og nú síðast fyrir hálfu öðru ári síðan. Litlar líkur eru til þess að hún deyi með Hitler eða falli með stjórn hans. Þessvegna er raunsæum mönnum ekki meiri bjart- sýni gefin en svo, að þeir tala nú þegar um það stríð sem “verða mun”. Þessi lífsspeki, sem nú mótar fram- komu hinna þýsku valdstétta, eink- um hersins, er ávöxtur langrar þró- unar, og að henni liggja margir þræðir. Vér skulum nú athuga hana nokkru nánar. Upp úr umróti siðaskiftanna á sextándu öld risu margvíslegar stefnur og straumar í hugsun manna og lífi. Mannsandinn braut nú af sér allar hömlur eins og ár í vorleys- ingum, margar kolmórauðar kvíslar steyptust yfir “heilaga jörð”, og hin helgustu vé voru fótum troðin án þess að menn tækju af sér skóna. Sú * hreifing sem helst kemur hér við sögu er upplýsingarstefnan, sem svo var kölluð. Þessi stefna reis upp til andstöðu við alt íhald og valdboð kirkjunnar sem fram að þessu hafði talist hin æðsta menningarstofnun og sú eina sem talaði af myndug- leika um andleg efni. En miðalda kirkjan bygði svo sem kunnugt er, eins og kaþólska kirkjan gjörir enn, kröfur sínar til einræðis á hinu and- lega sviði á sérstöku umboði sem hún taldi sig hafa frá herra kristn- innar, á erfikenningum forfeðranna, fyrirmælum kirkjuþinga, páfaúr- skurðum, og heilagri ritningu. For- vígismenn siðbótarinnar neituðu að viðurkenna þessar heimildir til vald- boðs, að fráskildri heilagri ritningu. Þeir lyftu nú ritningunni upp í hinn æðsta sess sem heimild fyrir andlegu lífi manna, en settu um leið samvisku einstaklingsins við hlið hennar sem einskonar úrskurðarvald í því hversu bæri að skilja kenningar hennar. Upplýsingarstefnan kom fram sem róttæk veraldleg umbótahreyfing, sem afsalaði sér með öllu hinni kristilegu lífsstefnu, og hinni yfir- náttúrlegu heimsskoðun kirkjunnar. Samviska mannsins varð æðsti dóm- arinn í hverju máli. En samviskur mannanna voru þá eins og nú mis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.