Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 67

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 67
ANDINN FRÁ BERLIN OG ÁHRIF HANS 45 jafnlega þroskaðar og margvíslegar eins og mennirnir sjálfir. Menn urðu nú að finna eitthvað nýtt í stað þess sem hafnað hafði verið. Leið- togar upplýsingarstefnunnar mynd- uðu nú heimsspekikerfi eitt er koma skyldi í stað alls þess, sem kastað hafði verið á glæ, er menn sögðu sig úr lögum við kirkju og kristindóm. En sú heimspeki var gjörsneidd allri hliðsjón af þeim verðmætum andlegs þroska sem dafnað hafði í skauti hinnar kaþólsku kirkju, sem og fröm- uðir siðbótarinnar viðurkendu fús- lega og færðu inn í kerfi kenninga sinna. Heimspeki upplýsingarstefn- unnar var bláber efnishyggja, hóg- vær að vísu í fyrstu, en gjörðist á- kveðnari í afneitun sinni eftir því sem lengur leið. Heimurinn var til orðinn fyrir skapandi mátt hinnar æðstu veru, en um leið voru honum sköpuð ákveðin lögmál sem stýra gangi hans um allar aldir, þessvegna er engin forsjón til, og Guð hefir ongin afskifti af heiminum eða mannlífinu. Brátt var guð ekki leng- Ur til, og engin andleg tilvera, mað- urinn er mold ein, sem í dauðanum ^eysist upp í frumefni sín, engin sál er til né annað líf. Efnisheimurinn er sjálfum sér nógur; lögmáli því er stjórnar honum fær enginn við ráðið. Hið æðsta hlutverk mannsins er, að lasra að skilja lögmálið sem stjórnar hinu mikla sigurverki veraldarinnar °g laga sig eftir því. Takist mann- inum að skilja þetta lögmál og miða breytni sína við það, mun honum vel farnast; takist honum það ekki á hann engrar vægðar að vænta. Öll hamingja mannsins í lífinu er undir því komin að hann fái gjört lögmál tilverunnar að þjóni sínum, í stað þess að lúta því með auðmýkt og undirgefni. Næsta sporið í þróun þeirrar lífs- stefnu sem hér um ræðir, var hin enska raunspeki sem kend er við David Hume, (d. 1776). Þessi spek- ingur hélt því fram, að við fæðing- una væri hugur mannsins sem óskrif- að blað, alt sem maðurinn fær nokkru sinni vitað skapast af reynslu hans sjálfs og hugsun. Þessvegna er ekk- ert meðfætt siðferðislögmál til né tilhneiging til hins illa. Erfðakenn- ingar eiga enga rétt á sér, um- hverfið eitt skapar manninn og af- stöðu hans til lífsins. Það sem menn kalla siðalögmál er helber hindur- vitni. Breytni mannsins er undir því einu komin, hvernig umhorfs er í kring um hann í það og það skiftið. Kenningin um guðsmynd mannsins annarsvegar og gjörspilling hans hins vegar á að þurkast út úr með- vitund upplýstra manna. Upp úr þessum heimspekilega jarðvegi spratt svo brátt ný siðfræði. Rökfræði sú, sem hún byggist á, er í stuttu máli á þessa leið: Heimurinn er ekki sköpun Guðs og maðurinn ekki barn hans með ásköpuðum hæfi- leikum frá fæðing til að þekkja mun- inn á réttu og röngu. Hvað rétt er og hvað rangt fer alt eftir kringum- stæðum mannsins í hvert sinn. Mað- urinn er náttúrunnar barn, þess vegna er sjálfsagt að haga sér nátt- úrlega. Allar kendir mannsins og hvatir eiga fullan rétt til framrásar, og sú er syndin mest gegn lífsins herra, að reyna að temja eðli sitt eða takmarka frelsi sitt á nokkurn hátt. Þar sem engin guð er til og ekkert siðferðilögmál, og engin samviska nema sú tilfinning velsæmis, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.