Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 69
ANDINN FRÁ BERLIN OG ÁHRIF HANS
47
Það er upphaf og endir í sjálfu sér.
Einstaklingarnir í ríkinu eru eins og
frumlurnar í líkama mannsins. Allur
verðleiki mannsins og andleg verð-
mæti hans koma frá ríkinu. Að
heimta það af ríkinu, að það gjöri
grein fyrir stefnu sinni gagnvart
öðrum ríkjum, er að heimta það sem
ómögulegt er að veita. Jafnskjótt
og einum áfanga er náð fæðist nýtt
þjóðartakmark, sem þjóðin beitir sér
fyrir. Mishepnist sú viðleitni byrjar
ríkið að líða undir lok. Þau ríki,
sem eru nægjusöm, eru þegar á fall-
anda fæti.”
Eitt veigamesta sporið í sögu mann-
kynsins var stigið samkvæmt kenn-
ingu Hegels þegar Vandælir og Vísi-
gotar,—germanskar kynhvíslir—sigr-
uðu Rómaborg. Þá hófst hið ger-
nianska tímabil sem vér enn lifum á.
Þá var það í fyrsta sinn í sögunni, að
kynhvísl með verulegum yfirburðum
umfram aðrar kynhvíslir kom fram á
sjónarsviðið. Þessi kynhvísl hafði þá
köllun að mynda ríki, sem hefir
svipaða afstöðu til annara ríkja eins
°g höfuðið hefir gagnvart öðrum
hlutum líkamans. Þetta stafar af
‘hinum eðlilegu yfirburðum” sem
hann nefnir svo.
Lærisveinar Hegels gengu nokkru
^ngra en sjálfur meistarinn í kenn-
ing sinni um eðlisfar kynhvísla. Með
þeim forsendum, sem hann hafði
Jagt, var nú mannkyninu skift í á-
kveðna flokka. Alt var nú undir
stofninum—ætterninu—komið, um-
hverfið gjörði minna til. Eiginlega
var aðeins ein kynhvísl til,—hin ger-
nianska. Hún hefir það til að bera,
sem gjörir hana eina til þess hæfa,
að skapa og viðhalda sannri menn-
ingu. Allar aðrar þjóðir eru ruddar
og ribbaldar til þess eins hæfar að
leysa líkamlegt strit af hendi, en
eiga engin skilyrði eða hæfileika til
þess að skapa sanna menning.
Ákveðnir fylgismenn þessarar
stefnu, og áhrifamestu lærisveinar
Hegels voru þeir heimspekingurinn
Nietszche, skáldjöfurinn Göthe, og
tónskáldið Wagner. (Wagner orti
Niflungahring út af Völundarsögu).
Nietszche lagði mesta áherslu á
kenninguna um ofuimenniö. Aðal-
tilgangur mannkynsins með jarðlífi
sínu er að framleiða nýja og æðri
veru, sem er jafnhátt hafin yfir
mannkynið sem nú lifir, eins og
mennirnir eru hafnir yfir dýrin.
Tvennskonar siðfræði hefir einkum
ráðið gjörðum manna: hinn norræni
hetjuandi, og hin gyðing-kristilega
þjónslund. Meðan fornþjóðirnar, t.
d. Grikkir og Rómverjar voru ungir
og ósýktir fóru þeir að víkingasið,
börðust með oddi og egg, og hinn
hrausti vann jafnan sigur. Svo kom
kristindómurinn til sögunnar og
taldi mönnum trú um, að auðmýkt
og miskunsemi væri miklu veglegri
mannkostir en hreysti og harðýðgi.
Kristindómurinn varð að trúarhrögð-
um hinna undirokuðu. “Burt með alt
þetta” hrópaði Nietszche. “Eg býð
yður ofurmennið!” Hvað er apinn í
augum mannsins? Til skemtunar og
athlægis. Þannig á almúginn að
vera í samanburði við ofurmennið,—
til aðhláturs og þjónustu. Wagner
og Göthe sungu svo þessa speki, hver
á sinn hátt inn í sál þjóðarinnar.
Hér höfum vér þá í stuttu máli
rakið þær meginkenningar, sem síðar
eru framkomnar í stjórnmála og trú-
málstefnu Nazista. Það er fátt frum-
legt um Hitler. Heimspeki upplýs-