Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 86
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nafn, þótt þau séu sum hver óskyld
rit frá ýmsum tímum.
Kínverjar og Japanar rituðu í
fyrstu á silkidregla, og Norðurálfu-
menn víst yfirleitt á skinn, kannske
stundum á börk, uns pappírsgerðin
varð algeng. En eitt var sameigin-
legt með öllum þessum kynþáttum
og frumþjóðum, svo hundruðum alda
skifti: Mannshöndin ein, svo að
segja hjálparlaust, dró þessar tákn-
myndir máls og hugsana, sem vér
nú köllum skrift.
Á Grikklandi hinu forna, þar sem
listir og skáldskapur komust á hæsta
stig, — í rómverska ríkinu og norður
um alla Evrópu, þegar tímar liðu
fram, skrifuðu menn á kefli eða
bækur. Á keflinu var samhangandi
lengja, oftast úr skinni, sem skrifað
var á. Var keflið rakið, og vafið upp
um leið og lesið var. Þannig höfðu
varðveitst í áframhaldandi afritum
óþektra skrifara hetjukvæði, leikir
og heimspekirit Grikkja, ljóð, sagna-
rit og snilliræður Rómverja og öll
hin fornu rit Gyðinga.
Bækur þektust víst eigi fyr en á
fjórðu öld e. Kr., og voru það fyrst
lög Rómverja, er þannig voru skráð.
Hélst það fram eftir öldum og kemur
skemtilega saman við það, sem Ari
fróði segir: “. . . . vas nýmæli þat
gört, at lög ór scylldi scriva á bóc ..”.
Smámsaman tóku svo kirkjunnar
menn upp á því, að skrifa helgirit
sín í bókarformi, til aðgreiningar
frá hinum heiðnu ritum, sem vafin
voru á kefli. Einkennileg voru og
fellinga handritin, sem kannske hafa
verið nokkurskonar fyrirboði bókar-
formsins. Þau hafa fundist í upp-
greftri, á Egyptalandi, ftalíu og víð-
ar, og eru þannig gjörð, að þau eru
brotin í fellingar, annað brotið út,
hitt inn, ekki ósvipað og belgur á
harmoniku.
Eftir því sem menningarþörf og
lestrarfýsn fólksins jókst, fjölgaði
æ meir og meir þeim mönnum, sem
ýmist sér til dægrastyttingar og af
andlegri þörf, eða beinlínis í at-
vinnuskyni lögðu það fyrir sig, að
afrita bækur. Varð það að hrein-
ustu list meðal margra, að rita bækur
og skreyta þær með dráttmyndum og
útflúri. Komst það víst á einna hæst
stig hjá frum á sjöttu, sjöundu og
áttundu öld. Þaðan stafar hið allra
fegursta handrit, sem talið er að
heimurinn eigi í fórum sínum.
Það er skiljanlegt, að bækur gátu
þó aldrei orðið almennings eign með
þessari seinlátu og dýru aðferð.
Bókasöfn voru þar af leiðandi ekki
til nema í klaustrum, og konunga,
prinsa og páfa höllum. En hin kný-
andi þörf skapar ávalt nýa vegi og
nýar aðferðir.
Norðurálfan var í svefnrofunum
um og eftir upphaf fimtándu aldar-
innar. Þoku hinna svonefndu
myrku miðalda var að létta af. Bók-
mentir, listir og vísindi tóku að þró-
ast á ný, og þar af leiðandi fór
eftirspurn eftir bókum sívaxandi.
Kirkjunni óx og þörf eftir nýum
og gömlum helgisiðabókum. Kom
þá að lokum að því, að nokkrum
hugvitsmönnum hugkvæmdist, að
margfalda bækur á annan og fljótari
hátt en með skriftinni. Með þeirri
uppgötvun hefst prentöldin, sem tal-
ið er að eigi 500 ára afmæli um þess-
ar mundir.
Á tímabilinu frá 1430—1450 má
óhætt fullyrða, að unnið hafi verið
að því, að gjöra tilraunir með og