Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 110
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
í B. S. setur Sigurður Nordal ætt-
arskrá Blund-Ketils Geirssonar eins
og hún varð eftir að höfundurinn
hafði, eins og kunnugt er, ruglað
saman hinum tveimur Blund-kötl-
unum, sem í raun og veru hafa verið
uppi, eins og Maurer er búinn að
sýna.2) En eg er ekki alveg sammála
Sigurði þegar hann segir að sögurit-
arinn hafi leyft sér þá djörfu með-
ferð með heimildirnar, að sleppa
Þorkatli og að láta Blund-ketil
brenna í hans stað, einungis til þess
að gera aldur mánna trúanlegri:
nefnilega til þess að það verði mögu-
legt að Hersteinn hafi um brennu-
bilið verið fulltíða og getað hugsað
til kvonfangs. Því það er engin
ástæða til þess að sleppa Þorkatli
eða gera úr honum og Blund-kötlun-
um einn og sama mann, því að Her-
steinn var, jafnvel sem sonur Þor-
kels Blund-ketilssonar Örnólfssonar
og sem sonur Blund-ketils Geirsson-
ar, á fulltíða aldri og gat kvongast
þegar brennan átti sér stað. Og það
mun að vísu söguritarinn hafa vitað,
því það gat ályktast af Ara sem
söguritarinn hefir efalaust notað.
Miklu heldur hneigist eg að því
að halda að höfundurinn hafi sett
Blund-Ketil Geirsson í staðinn fyrir
Þorkel, af því að sagan varð miklu
áhrifameiri á þann hátt.
Þorkell sá, sem í raun og veru var
inni brendur, hefir sennilega ekki
verið neitt sérstaklega auðugur mað-
ur og var að vísu alls ekki frægur
nema eftir dauða sinn. Það var þó
ekkert gaman af, að láta hann brenna,
en miklu skemtilegra var að láta
brenna svo frægan, ríkan og vel ætt-
1) Ueber die Hænsa-Þórissaga, bls.
28.
aðan mann sem Blund-Ketill Geirs-
son var. Þetta lofaði söguritaran-
um að láta Þóri segja til hans: “en
veit ek, at er sá ríkismunr okkar, at
þú munt taka mega hey af mér, ef
þú vill.” Og er þetta hreint “drama”.
Enda hvað hina tiltölulega fátækt
Þorkels snertir styðst mín skoðun
við önnur rök, sem síðar verða rak-
in.l)
En svo eg snúi mér að öðru.
Meðal þeirra raka, sem Sigurður
Nordal notar til þess að styðja hinar
fornu heimildir (fslb. og Þórðarb.)
gegn Hænsa-Þórissögu, getur maður
tekið eftir því, að vísu undarlega,
tilfelli, að sagan (eða eg held að
minsta kosti að Sigurður Nordal
eigi við söguna), nefnir ekki með
neinu orði Egil Skallagrímsson, sem
þó bjó á þeim tíma á Borg, það er að
segja alveg rétt hjá atburðastað sög-
unnar. Við vitum nefnilega, að sögu-
höfundurinn hefir talið Geir inn
auðga í Geirshlíð föður Blund-
Ketils, en þessi Geir var, eftir frá-
sögn Egilssögu og Landnámu,
kvæntur dóttur Skallagríms (Þór-
unni). Það er að segja, Geir var
mágur Egils. Nú eru orð Sigurðar
svohljóðandi: “Hvernig á að skilja
það, að hann (þ. e. Egill) væri
hvergi nefndur við eftirmálin, ef það
hefði verið systursonur hans, sem
inni var brendur? . . . En hlutleysi
Egils um þessi mál er auðskilið, úr
því að Þorkell Blund-Ketilsson, sem
inni var brendur, var honum með
öllu óskyldur, eins og Þórðarbók
hermir.” Hvaða þýðingu á að leggja
í þessi orð Sigurðar, skil eg ekki vel.
Óskýrt mjög er sérstaklega, hvað
höfundurinn á hér við með orðinu
1) Sjá bls. 93.