Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 120

Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 120
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 92MENNING Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu tónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“ í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. desember klukkan 20. Að venju er boðið upp á klassískar blásaraserenöður, fagrar og lokk- andi, eins og heiti tónleikanna gefur til kynna. Það eru tónskáldin Mozart, Beethoven og Gounod sem leggja til kvöldlokkur að þessu sinni. Í lokin leika þeir félagar hina fögru mót- ettu Mozarts „Ave verum corpus“. Lokkandi blásara-serenöður Árvissir tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur. KVÖLDLOKKUR Blásarakvintett Reykjavíkur í Fríkirkju Reykjavíkur. Jennifer Egan hefur sent frá sér nokkrar skáldsögur og smásögur sem vakið hafa athygli en það er hennar nýjasta skáldsaga A Visit from the Goon Squad, sem nefnist Nútíminn er trunta í íslenskri þýðingu Arn- ars Matthíassonar, sem hefur fært henni frægð utan heimalandsins Bandaríkjanna. Hún hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir hana árið 2011 en sagan hefur verið þýdd víða og fengið góða dóma. Nútíminn er trunta er safn þrettán sagna sem segja frá fólki sem allt tengist tónlistariðnaðinum á ein- hvern hátt. Egan segir það hafa verið gaml- an draum hjá sér að skrifa um tónlistar- bransann. Rannsakaði tónlistariðnaðinn „Ég var heilluð af þessum geira en vissi samt ekkert um hann. Lengi var ég á hött- unum eftir því að fá úthlutað því verkefni hjá New York Times að skrifa um eitthvað sem tengdist tónlist, en ég hef stundum skrifað greinar fyrir blaðið. En það gerð- ist ekki, kannski út af því að ég kom ekki með neinar góðar tillögur sjálf,“ segir Egan og hlær. „Þannig að það hlaut bara að koma að því að ég skrifaði skáldverk sem tengd- ist tónlist. En ég byrjaði ekki á þessu verki með það í huga að það kæmi út í bók. Ég vinn þannig að ég skipulegg ekkert fyrir fram og veit ekki endilega hvað ég er að gera þegar ég byrja að skrifa. Þannig var með þessa bók, ég byrjaði á einni sögu og hélt ég væri að skrifa til að skemmta sjálfri mér. Síðar komst ég að þeirri niðurstöðu að skrifa meira og halda áfram að spinna þræði um persónurnar.“ Til þess að umhverfi söguhetjanna yrði sannfærandi lagðist Egan í miklar rann- sóknir á tónlistariðnaðinum. „Ég komst að því að stafræna byltingin, öll tölvuvæðing tónlistargeirans, hafði miklu víðtækari og dýpri áhrif en ég í rauninni hafði gert mér grein fyrir. Og áhrifin eru ekki jákvæð eins og vonast var eftir í árdaga netsins þegar menn gerðu sér svo háleitar hugmyndir um að það myndi auðvelda óþekktum flytjend- um að koma sér á framfæri og lifa af tón- list. Það sem gerst hefur hins vegar er að ólöglegt niðurhal á tónlist hefur gert það erfiðara fyrir tónlistarmenn, þess vegna fara tónlistarmenn í svona margar tón- leikaferðir,“ segir Egan sem tengir sögu- hetjur sagna sinna við tónlistariðnaðinn með margvíslegum hætti. Og hún notar hann til að endurspegla áhrif tímans, sem segja má að sé hitt umfjöllunarefni bókar- innar. „Tími skiptir máli í öllum bókum, en þær fjalla ekki allar um tímann. Þessi gerir það. Hún er að mörgu leyti viðbrögð við meistaraverki Proust, Í leit að glötuð- um tíma. Mig langaði til að fjalla um tíma og breytingar eins og hann gerir en færa umfjöllunarefnið yfir á nútímann.“ Hver saga með sinn stíl Sögurnar eru svo tengdar saman á hugvits- samlegan hátt þannig að þrátt fyrir fjöl- margar persónur og tímaflakk verður loka- útgáfan að heilsteyptu verki. „Fyrirmyndin að byggingu verksins eru konseptplötur eins og við þekkjum frá áttunda áratugnum, þar sem plata segir sögu og myndar heild, þó lögin á henni séu ólík. Þess vegna reyndi ég að skrifa hvern hluta verksins í stíl, sem líktist á engan hátt þeirri sem kom á undan. Þannig á bókin alls ekki að vera eins og smá- sagnasöfn þar sem sögurnar tengjast bæði í efni og stíl. Ég reyndi að gera þær eins ólíkar og hægt er,“ segir Egan sem meðal annars skrifar einn hlutann eins og Power Point-glærusýningu og annan eins og tíma- ritsgrein. Egan segir gaman að bókin hafi hlotið svona mikla útbreiðslu eins og raunin er. „Það er alveg frábært og kom mér á óvart. Ég er mjög þakklát og lít svo á að ég sé mjög heppin að hafa fengið að upplifa þessa vel- gengni,“ segir Egan. sigridur@frettabladid.is Saga sem fj allar um tíma og tónlist Skáldsaga bandaríska rithöfundarins Jennifer Egan, A Visit from the Goon Squad, hefur sópað til sín verðlaunum, en hún hlaut meðal annars hin virtu Pulitzer-verðlaun árið 2011. Konseptplötur eru fyrirmynd bókarinnar sem kom nýverið út í íslenskri þýðingu. JENNIFER EGAN Segir velgengni bókarinnar Nútíminn er trunta hafa komið sér ánægjulega á óvart. ÓPERUFERÐ TIL NEW YORK 20.–25. FEBRÚAR 2013 í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Verdis og Wagners Farið verður á eftirfarandi sýningar í Metropolitan-óperunni: Parsifal eftir Richard Wagner. Stjórnandi er Daniele Gatti og í aðalhlutverkum eru Jonas Kaufmann, Katarina Dalayman, Peter Mattei, Evgeny Nikitin og René Pape. Don Carlo eftir Giuseppe Verdi. Stjórnandi er Lorin Maazel og í aðalhlutverkum eru Ramón Vargas, Barbara Frittoli, Anna Smirnova, Dmitri Hvorostovsky, Ferruccio Furlanetto og Eric Halfvarson. Carmen eftir Georges Bizet. Stjórnandi er Michele Mariotti og í aðalhlutverkum eru Anita Rachvelishvili, Nikolai Schukoff, Ekaterina Scherbachenko og Teddy Tahu Rhodes. Enn fremur verður boðið upp á aðra menningartengda viðburði. Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, formaður Vinafélags Íslensku óperunnar og Edda Jónasdóttir, leiðsögumaður. Edda Jónasdóttir veitir nánari upplýsingar og annast skráningu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á edda@eric.is eða hringið í síma 848 3890. Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir New York Jennifer Egan býr ásamt fjölskyldu sinni í New York en hún er alin upp í San Francisco. Hún situr við skriftir þessa dagana og er með tvö verk í smíðum. „Mig langar að skrifa sögulega skáldsögu sem gerist í New York á 4. og 5. áratugnum og er nú að lesa mér til um það tímabil. Einnig langar mig að skrifa aðra bók sem tengist söguhetjunum í Nútíminn er trunta en hún á hvorki að fjalla um tónlist né tíma. Ég held að það gæti orðið spennandi.“ Áhrifavaldar Egan segir erfitt að benda á áhrifavalda á verk sín. „Ég held að aðrir sjái það betur en ég. En ég á mér auðvitað eftir- lætishöfunda sem hafa haft þau áhrif á mig að mig langaði til þess að gerast rithöfundur. Shake- speare til dæmis og Proust. Síðan ligg ég núna í bókum eftir Edith Wharton, House of Mirth er til dæmis frábær. Wharton tekst að skrifa um New York á máta sem er nútímalegur enn í dag.“ Frægi kærastinn Egan og Steve Jobs voru par á níunda áratugnum og hann setti upp fyrstu tölvuna sem hún eignaðist, Macintosh. „Við héldum sambandi alla tíð og mér þótti mjög vænt um hann. Ég hef reynt að aðskilja mínar minningar af honum frá þeim sem eru orðnar almannaeign. Það er mjög skrítið að hafa átt í persónulegu sam- bandi við einhvern sem kyn- slóðir álíta sig hafa verið í persónulegu sam- bandi við. Þegar ég horfi á alla í kringum mig sem eiga iPhone þá finnst mér þetta allt svo furðulegt, áhrif hans voru svo mikil.“ Tvær hliðar Bókin A Visit from the Goon Squad tekur heiti sitt úr lagi David Bowie, „Fashion“, en í því er hendingin „We are the Goon Squad and we‘re coming to town.“ Goon Squad þýðir bókstaflega sveit ofbeldisseggja en auk lagavísunarinnar er titillinn vísun í áhrifamátt tímans. Á íslensku heitir bókin Nútíminn er trunta sem er heiti lags Þursaflokksins. Bókinni er skipt í tvo hluta A og B eins og plata hefur A-hlið og B-hlið. Hlutar hennar eru þrettán og var mark- mið Egan að hver þeirra segði sjálfstæða sögu en saman mynduðu hlutarnir heild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.