Heimilisritið - 01.12.1947, Side 7

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 7
lærði í ýmsum beztu listaskólum Evrópu. Hann lauk námi sínu á tíu árum, og gerðist þá virkur starfsmaður í heimi listarinnar. Aðeins þrjátíu og tveggja ára hélt hann sýningar í sex helztu höfuðborgum Evrópu og fekk hvarvetna hina glæsilegustu dóma. Hann hafði miklar tekjur af myndum er hann seldi og hélt sig ríkmannlega. Næstu átta ár- in bar mikið á honum í lista- heiminum og sífellt bárust frétt- ir af honum og frægð hans hing- að heim. Hann hafði keypt sér hús í London og bjó þar og mál- aði mannamyndir. En er hann stóð á fertugu komu þær fréttir, að hann væri kominn á geð- veikrahæli vegna taugaveiklun- ar eða vitfirringar og myndi aldrei snerta á pensli framar. Hvers vegna vissi enginn. Eftir þetta hafði ég ekki, frem- ur en aðrir, haft neinar áreiðan- legar fréttir af honum, og þess- vegna var mér það mikil ánægja að hitta hann þarna alheilan að því er virtist, þótt hann væri að vísu magur og þreytulegur. Jæja, eins og ég var að segja, þarna gengum við út úr garðin- um eða torginu, hvort sem rétt- ara er að segja, og áfram þar til við komum að barnum, sem Björn hafði talað um. Við sett- umst þar við lítið, afvikið borð og ég bað þjónhm um tvo wisky- sjússa og límonaði. Síðan snéri ég mér að Birni og spurði: — Hvað ert þú að gera núna, gamli íélagi? — Ekkert, svaraði hann, Alls ekkert. — Nú-ú? sagði ég og dró seiminn. — Já, hélt hann áfram. Eg er alveg nógu efnaður til þess að þurfa elcki að vinna. — Já, auðvitað veit ég það, sagði ég. En ég hélt að þú gætir ekki unað við iðjuleysi í tíu ár. — Ég hef ekkert getað unnið vegna veiklunar, taugaveiklun- ar, sagði hann. Þjónninn lcom nú með glösin og ég borgaði honum. Þegar liann var farinn og við höfðum skálað spurði ég Björn, hvernig á því stæði að hann liefði orðið svona taugaveiklaður. — Það er löng saga og frá- munalega lýgileg, sagði hann, og ég er viss um að þú munt ekki geta trúað henni. — Það lilýtur að hafa verið eitthvað sérstakt, sem hefur get- að hrakið þig svo gjörsamlega frá málaralistinni. Eg þori næstum að fullyrða, að ég myndi trúa hverju sem væri. — Jæja, sagði Björn og fékk sér sopa úr glasinu, ég skal þá segja þér alla söguna. En af því að ég þykist vitá, að þú munir nota þér hana einhverntíma og HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.