Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 9
kinnbeinin há; hakan breið með fallegu skarði. Hann var hár og vel limaður. — Þótt svo að ég hefði mjög mikið að gera voru áhrif persónu hans á mig svo sterk, að ég ákvað samstundis að mála hann. Eg sagði honum það og kvaðst geta byrjað strax dag- inn eftir. Hann kvað það vera allt í lagi. Síðan kvaddi hann. — Ofurstinn hafði haft svo mikil og annarleg áhrif á mig, að ég gat ekki unnið meira þann daginn, og ég beið með tilhlökk- un næsta dags er ég gæti byrjað á myndinni. Þegar hann kom daginn eftir, klukkan tvö, var ég rneira að segja búinn að ganga frá léreftinu í grindinni, en slíkt hafði aldrei komið fyrir mig áð- ur. Við töluðum lítið saman þennan dag. Hann sagði mér þó, að hann hefði verið ofursti í her- deild á Indlandi í fimmtán ár, en verið leystur frá herþjónustu fyrir tæpum átta árum og síðan búið á landareign sinni í Norð- ur-Englandi. Hann ætlaði að vera í London í þrjá mánuði sér til skemmtúnar. Við komumst að því, að við áttum nokkra sameiginlega kunningja og vini. — Upp frá þessu vann ég alla daga að mynd ofurstans einni. Það var eitthvað, sem ég vissi ekki hvað var, við myndina er hélt mér föstum. Eg gat ekki unnið að neinni annarri mynd, þótt ég reyndi það oft. Mér fannst ég af einhverjum óskiljan- legum orsökum verða að vinna að þessari mynd einni og flýta mér með hana, en þó að vanda mig bezt ég gæti. — Eg bjóst við að ljúka myndinni á tæpum þrem mánuðum, þar sem ég vann að henni hvern dag langt fram á nótt. — Eg málaði ofurstann þann- ig, að ég lét hann sitja á falleg- um, útskornum stól og lét allan líkamann sjást, en þó einungis niður á miðja jótleggi. — Þegar ofurstinn sá, að iæturnir sáust ekki, bað hann mig um að breyta því. En þá þvertók ég fyrir það af einhverjum orsökum, sem ég hef ekki getað skilið fullkomlega ennþá, og var alveg ósveigjan- legur, jafnvel þótt ég sæi, að það færi verr að láta fæturna ekki sjást. — Já, það er skrítið, en mér fannst ekki vera hægt að liafa það öðruvísi. Nú þagnaði Björn og við tók- um út úr glösunum. Síðan kall- aði hann á þjóninn og bað um annan sjúss fyrir báða. Eg leit í kringum mig, þarna inni og sá að það var orðið æði mannmargt. Bæði karlar og konur sátu eða stóðu og drukku bjór eða vín. Það var mislitur hópur af fólki. Ríkir og fátækir, sem allir áttu það sameiginlegt þessa stundina að vera drekkandi áfenga drykki. KEIMILISRITIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.