Heimilisritið - 01.12.1947, Page 10

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 10
Ég tók eí'tir því þá, eins og reyndar oft bæði fyrr og síðar, að það er eitt sem Bretiim getur ekki verið án, en það er bjórinn og sú einkennilega stemning, sem alltaf er yfir þessum vín- börum þeirra. Þjónninn kom nú með vínið og Björn borgaði hon- um. Þegar hann hafði fengið sér sopa af glasinu, hélt hann áfram frásögninni og’ rödd lians var dimm og mjúk. — Mér gekk mjög vel með myndina, og ofurstinn sat fyrir hjá mér daglega í tvo til fjóra klukkutíma á dag. Við skröfuð- um þá fjörugt um heima og geima og ég komst að því, að hann var vel menntaður og víð- lesinn. Hann sagði mér oft frá dvöl sinni á IncUandi. Áðseturs- staður herdeildar hans liafði oft- ast verið í Bengalhéraðinu, ná- lægt borg þeirri er heitir Plass- ev. Yfirleitt hafði verið rólegt þar, en þó hafði ýmislegt gerzt, og þá helzt eitthvað skringilegt og sérkennandi fyrir Indverja, sem ofurstinn mundi vel, og gat sagt frá á hinn skemmtilegasta hátt. Frásögn hans var ætíð svo lifandi og heillandi, að ég sá ljós- lifandi fyrir mér þá atburði er hann sagði frá. — Það var í miðjum júní, að hann kom til þess að sitja fyrir í síðasta sinn. Hann var þung- brýnni en hann var vanur að vera og virtist mjög hugsandi. — Ég’ átti aðeins eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum í myndinni, að öðru leyti var ég búinn með hana og var í hæsta máta ánægð- ur yfir því, hvernig hún hafði tekizt. Þegar oíurstinn var sezt- ur í sínar venjulegu stellingar, mælti hvorugur orð frá munni langa hríð. Að lokum sagði hann þó: — Segið mér Sigurdson, haf- ið þér nokkurntíma heyrt eða lesið um „vinstri liandar regl- una“, á Indlandi? — Já, ofursti, sagði ég. Eg hef lesið, að fylgjendur hennar þjóni hinum illu öflum tilverunnar. — Já, það er rétt, sagði hann. En trúið þér því, að þeir geti á einhvern hátt drepið menn í hundruða eða þúsunda mílna fjarlægð þaðan sem þeir eru? — Já, svaraði ég. Ég er ekki frá því. Þessir Indverjar virðast geta gert það ómögulega, eins og þér vitið sjálfir. - — Já, en hvernig ættu þeir að fara að því? — Ég veit ekki meira um það en þér, sagði ég. En það er sagt að þeir noti til þess sálir fram- liðinna manna, eða jafnvel engil dauðans, sem þeir geti svo sent til fjarlægustu staða. — Hann varð hugsi stutta stund, en sagði síðan: — Hald- ið þér að þeim sé kannski mögu- legt að sækja hluti í mikilli fjar- 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.