Heimilisritið - 01.12.1947, Side 31

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 31
hefur sínar eðlilegu orsakir. En þó get ég ekki neitað því, að það er dálítið einkennilegt að flóðin hafa nú í manna minnum kom- ið ákaflega reglulega svo að eigi hefur skeikað um dag. Þau komu alltaf tuttugasta og fimmta hvert ár. Og nú getum við bráð- um átt von á góðu, því að það eru nákvæmlega tuttugu og fimm ár síðan. Hvammur varð fyrir áfallinu, svo að beztu slægjulöndin þar fóru undir sand. Faðir minn heitinn bjó allan sinn búskap í Hvammi. Hann var álitinn einn meðal efnaðri bænda sveitarinnar. Ætlun hans var að einnig við bræður byggj- um í Hvammi, nóg var land- rýmið og slægjurnar ágætar, auk þess sem möguleikar fyrir túnrækt voru miklir og góðir. En fljótið tók allar slægjurnar . . . Okkur bræðrunum kom á- gætlega saman og ég held að pabbi hafi verið ánægður með okkur. Það er áreiðanlegt að allt til dauða síns var hann sann- færður urn að við mundum halda starfi lians áfram í félagi. Það var einnig önnur ástæða fyr- ir liann til að vera ánægður, því að skömmu fyrir dauða hans trú- lofaðist ég dóttur aldavinar hans. Hann gaf okkur blessun sína á banasænginni, og dó áreiðan- lega í fullvissunni um að við HEIMILISRITIÐ myndum byggja áfram á þeim grundvelli sem hann hafði lagt. En eftir að faðir okkar var dá- inn, tók ég eftir því að fram- korna Helga varð öðruvísi gagn- vart mér en áður hafði verið. Helgi var eldri en ég, og ég hafði því oftast látið hanta ráða. Hann tók að sér að sjá um búskapinn en ég vann meira heima fyrir. Þá grunaði mig sízt af öllu að liatrið hafði þegar búið um sig í brjósti hans .. . í stuttu máli sagt, þegar ég hafði trúlofað mig gerði hann ckkert til að leyna því að honum fyndist ég standa í vegi fyrir sér; og mér varð smám saman Ijóst að ég mundi ekki verða lengi í Hvammi. Ég fór þegar að leita fyrir mér um jarðnæði — og þegar ég upp- götvaði að Helgi var þegar byrj- aði að sóa arfi okkar án þess að spyrja mig nokkurs, sá ég að við svo búið mátti ekki lengur standa. Ég hefði auðvitað getað fengið hlut minn réttan með því að snúa mér annað, en ég gerði það ekki. En þó verð ég að við- urkenna að framkoma bróður rníns gerði mig bitran . . . Tengdafaðir minn, seni grunaði hvernig í öllu lá, réði mér til að kaupa Völl, sem einmitt þá var til sölu. Ég hikaði, fannst lítil líkindi til að ég mundi geta klof- ið það, en hann hvatti mig og lofaði að vera mér innan handar ?8

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.