Heimilisritið - 01.12.1947, Side 35

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 35
og hvassviðris. Allt láglendið var orðið að einu einasta ólgandi hafi. Það var mjög líklegt að all- ir, sem bjuggu á láglendinu hefðu orðið flóðinu að bráð .. . Og Dísa var í Hvammi .. . Hann kreppti hnefana og beit saman tönnun- um til þess að æpa ekki upp yfir sig í örvinglan. Fljótið lék sér að lífshamingju hans. Á þessu augn'abliki hafði fljótið máski hremt þá mann- eskju sem honum þótti vænst um af öllum, kannski veltist hún sem liðið lík í kolmórauðum bylgjunum, án þess að hann gæti aðhafst hið minnsta til að af- stýra því. Andi jljótsins! Þessi leyndardómsfullu orð flugu gegn um huga hans eins og örskot. Einnig hann átti að verða þess- um óhugnaði að bráð .. . Nei. Aldrei . . . Faðir hans og heimilisfólkið var að smátínast niður að fljóts- bakkanum. Fólkið stóð þar í ein- um hnapp og starði út yfir vatns- flötinn ef unnt yrði að hjá hvort Hvammur stæði ennþá. En þar sem bærinn stóð, sázt nú ekkert annað en vatn. Það var lítil von um að Hvammsfólkið hefði kom- izt undan. Tíminn leið og fólkið stóð þög- ult og beið. Það var eins og það gæti ekki rifið sig frá þessum stað, þar sem dauðinn ríkti . .. Allt í einu kallaði Sigurgeir: — Haukur! Haukur! Gamli maðurinn hljóp með- fram bakkanum og baðaði út höndunum í ákafa. Haukur hafði ekki getað stað- izt freistinguna lengur, hann hafði ýtt bátnum á ílot áður en nokkur gat hindrað hann í því, og reri nú af öllum kröftum gegn straumi og stormi út á fljótið. Báturinn valt og hentist til og frá á bylgjunum og hvarf loks sjónum út í sortann. En Haukur réri stöðugt af öll- um kröftum, en straumurinn var sterkari og þeytti bátnum til og frá og hann berst óðfluga niður með straumnum, lengra og lengra frá takmarkinu. Haukur neytir allra krafta sinna til þess að vinna á móti straumnum. Hann er aleinn á lítilli kænu mitt á þessu ólgandi hafi. En hann veitir því varla eftirtekt . . . Hann er þess reiðubúinn að leggja lífið í sölurnar til þess að bjarga henni, sem hann elskar . . . Takizt honum það ekki, er honum sama um allt .. . Þegar báturinn er horfinn út í sortann fer fólkið að týnast heim. Það er eitthvað í látbragði þess sem gefur til kynna að það hafi gefið upp alla von um að sjá Iíauk aftur. En enginn segir neitt í þá átt .. . — TJndir kvöldið styttir upp. Flóðið fjarar smátt og smátt út, HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.