Heimilisritið - 01.12.1947, Side 40

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 40
Gestir sem viS' bjófrum aldrei aftur heim EF HÆGT er að segja, að það sé vandi að vera góður gest- gjafi þá er engu síður hægt að segja, að það sé vandi að vera góður gestur. Sumir eru þessum vanda vaxnir og því allstaðar vel komnir; aðrir eru vandanum ekki vaxnir og verða því óvel- komnir gestir. Þeir síðartöldu eru sjaldan boðnir tvívegis á sama heimilið; og það er ætlun vor að benda þeim á, hvernig á þessu stendur, þar sem jólin fara í hönd og væntanleg heim- boð í sambandi við þau. Óvelkonma gesti mætti skipta i tvo aðalflokka: (a) þá sem eru óvelkomnir þegar þeir koma og húsráðendur vonast til að sleppa vandræðalaust frá, og (b) þá, sem boðið er heim í góðri trú, en gera sig óvelkomna meðan þeir dvelja á heimilinu. Síðar nefndi flokkurinn er augljóslega fjölmennari. Honum tilheyrir gesturinn, sem lætur um of eins og hann sé heima hjá sér. Myndirðu bjóða aftur listmáluranum, sem segir að myndasajn jiitt sé einskis virði? Húsráðandinn segir: „Vertu velkomin. Hér skaltu láta alveg eins og þú værir heima hjá þér“. „Þakka þér kærlega fyrir, elskulegur“, svarar gesturinn kumpánalega og litlu síðar fer hann í bíl gestgjafa síns („ég vissi að þú myndir glaður lána mér hann“) til þess að heilsa upp á kunningja sinn, sem á heima langt í burtu. Bílnum skilar hann svo óhreinum og beygluðum, með einhverri kæruleysislegri af- sökun á því, að hann skyldi hafa ekið út af, þegar hann var að reyna hversu hratt bíllinn kæm- ist. Af þessari tegund gesta er sá, sem þiggur svo þakksamlega vindla húsbóndans, að á tveimur dögum hefur hann reykt. upp 38 -HEIMILISR-ITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.