Heimilisritið - 01.12.1947, Page 46

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 46
Skreytni Smásaga eftir Cliarlotte Barclay Hvaða munur er á því að lítil telpa segi ósatt eða fullorðið fólk? ÉG FÓR ekki í skólann til ungfrú Dale fyrr en ég var sjö ára, vegna þess að ég hafði verið veik af mislingum veturinn áð- ur. Þess vegna varð Marjorie, bezta vinstúlka mín, ári á und- an mér — og það féll mér þungt, en ég lagði af stað í skólann með mömmu fyrsta morguninn, von- góð og metnaðargjörn, og minnt- ist orða pabba, því hann hafði fullyrt, að ég væri eins skynug stúlka og framast vrði á kosið, og myndi án efa ná Marjorie áð- ur en hún hefði tíma til að telja upp að þremur. Ég kunni vel við skólann og mér féll vel við börnin, en gazt ekki meir en svo að ungfrú Dale. Það glaðnaði yfir henni eins og sumum öðrum, þegar hún heyrði að pabbi væri blaðamaður við Morning Sun, og ég fékk andúð á henni frá fyrstu stundu. „Svo þetta er Emily“, sagði hún, þegar mamma ýtti mér, ekki sérlega blíðlega, á undan sér inn í skrifstofu ungfrú Dale. „Já“,sagði ég. „Einmitt! En hvað þetta er indæl stúlka“, sagði ungfrú Dale. „Hvað ertu gömul, Emily?“ „Hún varð sjö ára í ágúst“, sagði mamma, án þess að veita mér tækifæri til að svara. „En hún gat ekki komið í skólann í fyrra af því hún var svo veik af mislingum“. Hún andvarpaði. „I einn eða tvo daga var læknirinn vondaufur —“. „Ó, góða mín“, sagði ungfrú Dale samúðarfull. Ég stóð fyrst í annan fótinn og svo í hinn og reyndi að líta út eins og sú, sem læknirinn hefur verið vondaufur um að myndi lifa. Ég rétti fram höndina og strauk röndóttu tígrisdýri úr leir, sem stóð á skrifborði ungfrú Dale. 44 HimTÞISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.