Heimilisritið - 01.12.1947, Side 63

Heimilisritið - 01.12.1947, Side 63
III. ÞEGAR Linda liljóp niður tröppurnar kom hún rétt í fang- ið á Rosamund Darnley. „Ó, fyrirgefið þér“. „Yndislegt veður“, sagði Rosamund. „Það eru mikil við- brigði frá í gær“. „Já, vndislegt. Ég ætla til Gull Cove með Christine Red- fern. Ég átti að mæta henni hérna ldukkan hálf-ellefu. Eg hélt að ég væri að verða of sein“. „Nei, klukkan er tuttugu og fimm mínútur yfir“. „Jæja, það er ágætt“. Ilún dró andann þungt, og Rósamund horfði rannsakandi á hana. „Þér eruð þó ekki með hita, Linda?“ Augun í Lindu voru glainp- andi, og rauðir blettir í kinnun- um. „Nei, nei. Ég fæ aldrei liita“. Rosamund brosti og sagði: „Það er svo gott veður, að ég fór snemma á fætur til að borða morgunverð. Annars er ég vön að fá hann í rúmið“. „Já, það má segja, að það er munur á veðri í dag. Það er svo fallegt við Gull Cove á morgn- ana. Ég ætla að bera á mig sól- arolíu, svo ég geti orðið vel sól- brennd“. Rosamund sagði: „Já, það er fallegt við Gull Cove á morgnana, og friðsam- ara en hér á baðströndinni“. Linda sagði feimnislega: „Komið þér með“. Rosamund hristi höfuðið. „Ekki í dag. Ég er dálítið upp- tekin“. Christine Redfern kom niður tröppurnar. Hún var í strand- fötum með víðum buxnaskálm- um, úr grænu efni með gulu út- flúri. Rosamund langaði mjög til þess að segja henni, að grænt og gult væri ekki það sem færi henni bezt. Henni sárnaði alltaf að sjá fólk ósmekklega klætt. Hún hugsaði með sér: „Ef ég inætti klæða þessa konu skyldi ég sjá um, að maðurinn henn- ar kynni að meta útlit hennar. Arlena kann þó að klæða sig, hvað sem annars má um hana segja“. „Góða skemmtun“, sagði hún. „Ég fer út á Sunny Ledge og tek bók með mér“. IV. EINS OG Poirot var vanur, lét hann færa sér morgunverð- inn irm í herbergi sitt. Ilann gat þó ekki á sér setið, þennan fagra morgun, að fara út nokkru fyrr en hann var van- ur. Klukkan tíu gekk hann nið- ur á baðströndina. Þar var bara ein einasta manneskja, Arlena Marshall. HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.