Heimilisritið - 01.12.1947, Page 64

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 64
Hún var klædd hvítum bað- fötum, og með kínverska hattinn á höfðinu. Hún var að bisa við að ýta fleka út á sjóinn. Poirot kom henni til hjálpar, þó það yrði til þess að hann rennblevtti hvítu skóna sína. Hún þakkaði hjálpina og skotraði út undan sér augunum. Um leið og hún stjakaði frá landi, kallaði hún: „Heyrið þér, Poirot“. „Madame“, sagði Poirot. „Viljið þér gera mér greiða?“ sagði Arlena. „Já, hvað er það?“ Hún brosti og sagði lágt: „Segið þér engum hvar ég er“. Hún hélt áfram í bænarrómi: „Þeir elta mig allir á röndum. I þetta skipti langar mig til að vera ein“. Poirot geklc upp eftir strönd- inni. Hann muldraði í barm sér: „Nei, það er eitthvað bogið við þetta. Par exemple, ég er ekki trúaður á það!“ Hann var ekki trúaður á það, að Arlena liefði nokkurn tíma á ævi sinni óskað eftir að vera ein. Poirot hafði víðari sjóndeild- arhring en svo. Arlena Marshall ætlaði auðvitað á stefnumót, og Poirot gat svona rétt getið sér til, með hverjum. Eða svo hélt hann. En það kom upp lir kafinu að hann hafði getið sér rangt til. 62 Því einmitt í því að flekinn var að hverfa fyrir tangann, komu þeir Poirot Redfern og Kenneth IMarshall niður frá gistihúsinu. Marshall hneigði sig fvrir Poi- rot. „Góðan dag, Poirot. Hafið þér orðið varir við konuna mína?“ Poirot brá fyrir sér kænsku: „Er madame svo snemma á fótum?“ „Hún var ekki í herberginu sínu“. Iíann leit upp í loftið. „Dásamlegt veður. Ég ætla að flýta mér í sjóinn. Eg þarf að skrifa dálítið í dag“. Patriek Redfern leit út yfir ströndina. Hann settist hjá Poi- rot og beið þess, að konan sýndi sig. Poirot sagði: „Og frú Redfern — var hún líka snennna á fótum?“ „Christine“, sagði Redfern. „Hún er farin út að mála. Hún gengur öll upp í listinni, nú sem stendur“. Hann talaði slitrótt. Óþolin- mæði hans leyndi sér ekki. Hann var alltaf að líta við, ef hann heyrði einhverja koma niður stíginn. En það voru allt tálvonir. Fyrst kom frú Gardener með prjónana sína og bók í hendinni. Síðan kom ungfrú Brewster. Frú Gardener settist á stól og HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.