Heimilisritið - 01.12.1947, Page 68

Heimilisritið - 01.12.1947, Page 68
„Að mínu áliti er ekkert sem jafnast á við England. Það er eini bletturinn á jörðinni sem vert er að lifa á“. „Eg er á sama máli“. Þau beygðu fyrir tangann, vestanvert við víkina, og reru upp undir klettana. Patrick Red- fern leit upp. „Er nokkur á Sunny Ledge í dag? Já, þarna er sólhlíf. Hver skykli vera þarna?“ Emily Brewster sagði: „Það er víst ungfrú Darnley, hún á svona japanska sólhlíf“. Þau reru með ströndinni. A vinstri hönd þeim lá opið hafið. Emily Brewster sagði: „Við hefðum átt að fara hina leiðina. Straumurinn er á móti okkur“. „Það er ekki mikill straumur hérna. Eg hef oft syivt hér og ekki orðið var við straum. Þar að auki hefðunv við ekki komizt hina leiðina; garðurinn er upp úr“. „Já, það er rétt. En það er talið hættulegt að synda út frá Pixy Cove, ef maður fer of langt“. Patrick reri hraustlega. Hann athugaði klettana vandlega. Emily Brewster hugsaði: „Hann er að gá að frii Mar- shall. Þess vegna vildi hann kom- ast nveð. Hún er með einhverja duttlunga. Líklega felur hún sig, af ásettu ráði — til þess að æsa hann“. Þau fóru fyrir klettatangann sunnan við klettavíkina, sem nefnd var Pixy Cove. Það var lítil vík, með stórbrotnum klettaruðningi fram með strönd- inni. Á nvorgnana, þegar ekki naut sólar, var það ekki álitleg- ur staður, enda ekki fjölsóttur. En nii lá einhver þar á strönd- inni. Patrick Redfern hætti róðrin- um, en tók til aftur. Hann sagði ósköp blátt áfram: „Bíðum við. Ilver er þarna!“ Ernily Brewster sagði þurr- lega: „Mér sýnist það vera frú Mar- shair. „Já, það er líka hún“, sagði Patrick, eins og lionunv kæmi þetta á óvænt. Hann sneri bátnum að landi. „Við förum þó ekki í land hérna“, sagði Emily. „Við höfum nógan tíma“, sagði Patrick. Hann leit framan í hana, nveð bænarsvip. Hún liugsaði með sér: „Vesalings drengurinn. Hann á bágt. Jæja, það er ekkert við því að gera, eins og stendur. Hann jafnar sig með tímanum“. Báturinn nálgaðist ströndina óðfluga. Arlena Marshall lá á grúfu, niður við fjöruborðið og teygði 66 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.