Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 72

Heimilisritið - 01.12.1947, Síða 72
JOLAFERÐALAGIÐ Það var rétt fyrir jólin í fyrra að Jón, Sigurður og Ölafur liittust á götu í Reykja- vík. Þeir voru ekki búsettir í bænum og allir liéldu þeir á ferðatösku, svo auðséð var að þeir ætluðu að fara í ferðalag um jölin. Kunningi þeirra kom að í sama bili og spurði þá, hvern fyrir sig, hvert þeir ætluðu. Þeir svöruðu allir nákvæmlega eins, og eflir það skildu þeir. Jón fór með Esju veslur á Vestfirði, Ólafur fór í áætlunarbíl uþp í Borgarfjörð og Sigurður í öðrum áætlunarbíl austur í sveitir. Kunningi þeirra settist inn í kaffihús og fékk sér ölglas. A aðfangadagskvöld sátu þeir Ólafur, Jón og Sigurður í ró og kyrrð heima hjá fjölskyldum sínum, en allir voru þeir í óra fjarlægð hver frá öðrum. Enginn þeirra hafði sagt kunningja sínurri i Reykjavík ó- satt við áður gefið tækifæri, þegar þeir liöfðu síðast sést. II\'að geta þessir ]>rír menn hafa sagt kunningja sínum í Reykjavík? SPURNIR ? ? ? 1. Hvað heita tveir stærstu stjómmála- flokkar Bandaríkjanna? 2. Hvað heitir næsthæsti fjallgarður heimsins? 3. Ilvor eyjan er stærri, Korsíka eða Sardinía? I. Ilvar er elzti háskóli Norðurlanda? 5. Hvað heitir algcngasta hitabeltissótt- in? JOLABREFSSKRAUT Myndin liér að neðan sýnir hengiskraut úr litpappír, sem auðvelt er að búa til í heimahúsum. Notið pappírsörk, sem er um það bil tvisvar sinnum stærri en dagblaða- opna. Byrjið með því að brjóta hana í annan endann. Hver felling á að vera á að gizka 5 sm. djúp. Því næst er klippt inn í fellingarnar, bæði að ofan og neðan á vixl með stuttu millibili og næstum því í gegn, eins og mvndin gefur til kynna. 70 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.