Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 5

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 5
„Æ, hvers vegna ertu ævin- lega svona, þegar við ætlum að fara annað en í einhverja leið- indakrána þína eða bíó?“ sagði Margot. Það var öldungis hroða- legt að vera tuttugu og fimm ára, í nýjum kjól og gift manni, sem ekki leit á hana með meiri áhuga en þó hún hefði verið trjádrumbur. Og fyrir þremur árum hafði hann skrifað' henni ástarbréf á hverjum einasta degi, þangað til á brúðkaups- daginn. Hjónaband, hugsaði hún, er endir alls. „Eg skal hnýta það“, sagði hún, og skammaðist sín fyrir þessar ofsafengnu hugsanir, þeg- ar afski’æmt andlit hans í spegl- inum vakti samúð hennar. Johnny, elskan, var alveg eins og barn. Hún ætlaði að fyrirgefa honum. Hann sneri sér við, Ijómandi af ánægju. „Reyndu þá“, sagði hann. „Þú elskar mig ennþá, er það ekki?“ sagði hún og hlýnaði um hjartaræturnar af brosi hans og byrjaði að hnýta slaufuna. Hann muldraði eitthvað til samþykkis, og hún hélt ánægð áfram. „Hver fjandinn“, sagði hann, „þú hnýtir það öfugt“. „Ég held nú ekki“. „Þú gerir það víst“. Hann hristi höfuðið. „Jæja, gerðu það þá sjálfur“, sagði hún, ýtti í brjóst hans og fannst kvöldið' enn á ný eyði- lagt vegna geðillsku hans. „Hvers vegna í ósköpunum giftist ég þér?“ sagði hún. „Leitaðu á mér“, svaraði hann og tók af allan efa um það, að svarið væri ekki að finna á honum. „Þú vilt ekki gera neitt, sem ég vil, nú orðið“, sagði hún, særð og ringluð af svari hans, er hún skildi sem játningu þess, að hann óskað'i að þau hefðu aldrei gifzt. „Jæja, við förum þá, eða hvað?“ sagði hann ofurlítið iðr- andi. „Og það verður skemmtilegt, eða hitt þó lieldur“, sagði hún beisklega, „með þér álíka glað- legum og dautt skorkvikindi“. „Þakka“, sagði hann kulda- lega og ekki lengur iðrandi. „Þetta er í fyrsta sinn, sem þú kallar mig skorkvikindi“. Hún leit á mynd hans í spegl- inum og flissað'i. „Skorkvikindi“, sagði hún, „ég lief gifzt skor- kvikindi“. Hann fór líka að hlæja, og hún fór til hans og tók hand- leggjunum utan um mittið á honum og þráði allt í einu sátt og samlyndi. Hann vatt sér við og greip utan um hana. „Gættu að kjólnum mínum og HEIMILISRITIÐ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.