Heimilisritið - 01.09.1948, Page 6

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 6
hárinu á mér“, sagði hún ósjálf- rátt. „Darra, dirra, dirra“, sagði hann spottandi. Hann sneri sér aftur að spegl- inum og einbeitti sér svo ákaft að bindinu, að henni fannst veggur vera kominn milli þeirra. Strax óskaði hún, að hún hefði leyft honum að kyssa sig, og tók að hugleiða, að ef hann hefði langað verulega til þess, myndi hann hafa yfirbugað hana. Hún þráði allt í einu aðdáun karlmanns. Hún sá sjálfa sig í anda bægja burt áleitnum biðl- um. Hún fór og skoðað.i sig í langa speglinum á klæðaskápn- um, og hýrnaði ekki lítið við það, sem hifn sá. Það vár aug- Ijóst mál, að hefði hún verið ógefin, myndi hún vissulgea hafa verið umsetin biðlum. Hún tók hárlokk og vafði honum um fingur sér, hallaði sér áfram og brosti við sjálfri sér. Hugur hennar var fullur af ánægjulegum sýnum. „Já, þú getur svo sem geng- ið“, sagði hann og vakti hana hranalega af sæludraumunum. „Pú!“ sagði hún, og varð feg- in að sjá bindið loksins í réttum skorðum, „ertu nú loksins tilbú- inn?“ „Jú, ætli það ekki“. Hann tók jakkann sinn. „Ó, vertu nú glaðlegur“, sagði hún, og hugleiddi, hve allt væri órómantískt. „Þessi jakki er of þröngur undir höndunum“, tilkynnti hann önugur. „Hann fer þér samt ljómandi vel að öðru leyti“, sagði hún, og gerði sér allt í einu ljóst, að enda þótt liann væri eiginmaður hennar, var hann laglegur. „Hum!“ Hann brosti þakklát- lega og belgdi út brjóstið. „Elskan!“ sagði hún, hug- fangin af þessum karlmannlegu tilburðuin, og fylltist nýrri von um, að hann yrði rómantískur, þrátt fyrir allt. Hann gekk til hennar ákveðnum skrefum, því að hann elskaði hana og gekkst upp við aðdáun hennar. „ICysstu mig“, skipaði hann og óskaði að jafna allan ágrein- ing. Hún brosti til hans hálflok- uðum, ögrandi augum, ánægð yfir ákafa hans, þótt hún hugs- aði sem svo, að á eftir yrðú var- ir hennar komnar út um allt andlit, og nokkuð af þeim á hann að auki. Það var gallinn á eiginmönnum, þeir voru ævin- lega ákafastir, þegar verst stóð á. Jæja, það varð að hafa það. Hún kyssti hann. Með því að hann hugsaði um varalitinn, ekki síður en hún, varð kossinn varfærnislegur og nískuleg athöfn. Hún sneri sér 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.