Heimilisritið - 01.09.1948, Page 14

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 14
Ævisaga hertogans áf Windsor ríkisarfccns, sem kaus heldur aS afsala sér konungstign í Bretlandi, en svíkja konuna, sem hann unni. — 2. þáttur Skrdð af honum 'sjálfum Skyldurækni Eg hlaut strangt uppeldi í æsku, enda var faðir minn strangur við sjálfan sig. Hann aðhylltist strangleika Viktoríu- tímabilsins, siðferðilega ábyrgð- artilfinning og ást á heimilislífi. Hann trúði á guð, á það' að brezki flotinn væri ósigrandi og á sérréttindi brezku konungs- fjölskyldunnar. En um leið hneigðist hann að skoðun Bretans, hvað klæða- burð snerti og sportáhuga, eink- um að því er varðaði veiðar. Hann var góð skytta, einn sá bezti sinnar samtíð'armanna, og það voru fáir Bretar honum fremri í að sigla báti. En þrátt fyrir allt gekk skylduræknin fyrir öllu hjá hon- um, og fór hann þar eftir for- skriftinni, sem jafnan lá á skrif- borði hans, skrifað með hans eigin rithendi: „Leið mín liggur aðeins einu sinni um þennan heim. Megi mér því takast að slá ekki á frest neinu heillaríku starfi, sem mér er auðið að inna af hendi, eða öðru því, er ég get gert til góðs, hverjum meðbróður mín- um sem vera skal. Megi mér auðnast þetta, án undandráttar og vanrækslu, þar sem ég mun ekki fara þessa leið nema einu sinni“. Þessi orð eru eignuð amerísk- um kvekara frá byrjun 19. ald- ar, Stephen nokkrum Grellet. Ég var látin læra þau utan að, þegar ég var mjög ungur, og þau hafa oft haft áhrif á gjörðir mín- ar í liinum ýmsu stöðum, sem ég hef gegnt. Hafi staða fjölskyldu minnar forðað mér frá lífsbaráttu í æsku, sem almenningur á við að stríð'a, þá urðu samt árekstrar nokkrir. 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.