Heimilisritið - 01.09.1948, Page 26

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 26
nefndan fjörð. Faðir hennar var bátsformaður og ellefu barna faðir. Móðir hennar var smávax- in og lífsþreytt kona, sem horfði á börn sín yfirgefa heimilið hvert á fætur öðru, strax og þau höfðu aldur til. Þegar Sigrún, sem var sjöunda í aldursröðinni, var orðin sextán ára fylgdi hún vertíðinni til Siglufjarðar og vann þar við síldarsöltun. Þá kastaði hún fyrir borð því, sem hún kallaði „kotungs-hugsunarhátt“ og til- einkaði sér nýja lífsspeki, sem betur hæfði tíðarandanum og umhverfinu. En hin gamla sið- fræði, sem hún hafði verið alin upp í, lét samt ekki blekkjast á ringulreið þeirri og lauslæti, er ríkti meðal síldarfólksins. Hún hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá öllum karlmönnum og bragðaði hvorki vín né tóbak. Að vísu sótti hún böllin öðru hvoru og þáði heimfylgd karlmanns, en það komst enginn lengra en að fá einn koss fyrir utan dyr skál- ans, sem hún bjó í. — Þetta var í fyrsta sinn er hún fór út fyrir takmörk Klettavík- ur og hún liafði fengið mörg heil- ræði og heyrt marga sögur um slysfarir ungra stúlkná, áður en hún fór að heiman, ásamt áminn- ingu um að gæta sín fyrir karl- mönnum. Og minnug þess gætti hún sín vandlega. I fyrstu hafði hún verið lítið eitt hrædd við ofsakendan ys og tryllt lauslæti er ríkti á Siglufirði meðan síldarvertíðin stóð yfir, en sú hræðsla hvarf fljótlega með tím- anum og hún vandist við að vera innan um allt þetta. Hún gat samt ekki sett sig í spor þeirra stúlkna, sem unnu með henni á planinu. Þær drukku á kvöldin og skiptu sífellt um karlmenn, sem þær höfðu að næsturgest- um hjá sér, en á daginn unnu þær baki brotnu, eins og þær þyrftu aldrei að hvíla sig. Og svo mikluðust þær yfir því sín á milli, að þær hefðu náð í þennan eða hinn í nótt eða nóttina þar á undan. Sumarið leið án þess að nokk- uð sérstakt bæri við hjá Sigrúnu og hún hætti að láta sér blöslcra eða hneykslast á þeim ævintýr- um, sem hinar stúlkurnar lentu í, en það var jafn fjarri henni að taka þátt í siðferðisspiltu ralli þeirra, þegar hún fór um haust- ið, einsog þegar hún kom til Siglufjarðar í fjrstu. Veran þar um sumarið hafði mikil áhrif á hana, og hún varð frjáls- Jyndari og víðsýnni, en hún hafði áður verið. Til dæmis sá hún að karlmennirnir voru ekki eins hættulegir og henni hafði verið sagt, en að þó var vissara að vara sig á þeim. Einn- ig sá hún, að áfengi var ekki allt- 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.