Heimilisritið - 01.09.1948, Page 30

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 30
sama skipi. Ljósadýrð Reykja- víkur smádofnaði, þar til hún hvarf með öllu inn í myrkrið og ómælið. KLETTAVÍK skartaði í vetr- arskrúði sínu og snjóskaflarnir teygðu sig til sjávar. Allt um- hverfið var hvítt nema hvað glytti í svarta reykháfa húsanna í þorpinu. Einstaka bæir voru fram með firðinum. Báturinn lagðist að bryggj- unni og Sigrún gekk heim til sín, þar sem tekið var á móti henni af ást og skilningi. Þorpsbúar mændu forvitnisaugum á hana og kerlingarnar stungu saman nefjum. Það vissu engir nema foreldrar Sigrúnar, hversvegna hún var komin heim um miðjan vetur. — Og sögurnar komust á kreik .... Hraðmæltar kjaftakerlingarn- ar byrjuðu á því að segja hverri annarri þá sögu, að hún Sigrún litla hans Einars í Búð, hefði nú verið rekin úr vistinni og send af yfirvöldunum í Reykjavík, heim til sín, vegna einhvers, sem bezt var að tala sem minnst um. Hann ætti nú annað skilið, bless- aður karlinn hann Einar, en að farið væri að bera út sögur um það, þó að ein af dætrum hans hefði lent í einhverju leiðinda- máli fyrir sunnan. En það væri nú samt betra að vara sig á henni, hún væri ekki öll, sem hún var séð. Aður en langt um leið breytt- ist saga þessi og varð á þá leið, að systur hennar hefðu sent hana heim, vegna þess að hún hefði lifað einsog skepna og leg- ið fyrir hvaða karlmanni sem var. Já, það var nú meiri gribb- an þessi stelpa; og hún var ekki nema sautján ára. Hún byrjaði svo sem fallega! Janúar leið og febrúar einnig, en þegar í byrjun marz varð það lýðum ]jóst, hvað Sigrún hafði haft upp úr krafsinu í Reykja- vík. Hún var orðin kasólétt. Og kerlingarnar fylltust heilagri vandlætingu yfir þessari lasta- fullu stelpugálu, sem hafði lagst með hinum og þessum og lokum látið einhvern ónafngreindan ræfil og fyllibyttu úr Reykjavílc gera sig ólétta. — Þannig náði söguburðurinn hámarki sínu. Sigrún tók þennan þvætting mjög nærri sér. Hún gat ekki skilið ánægju fólksins í því að smjatta á lygum um aðra. Henni var það óeiginlegt og hún var yfirleitt fámál og talaði sízt af öllu illa um náungann. Hún var hrædd um að barnið myndi ein- hverntíma verða fyrir barðinu á þessum sögum, þegar það tæki að stálpast. Alit hennar á mönn- unum breyttist. Fram til þessa hafði hún ekki orðið svo mjög 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.