Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 30
sama skipi. Ljósadýrð Reykja- víkur smádofnaði, þar til hún hvarf með öllu inn í myrkrið og ómælið. KLETTAVÍK skartaði í vetr- arskrúði sínu og snjóskaflarnir teygðu sig til sjávar. Allt um- hverfið var hvítt nema hvað glytti í svarta reykháfa húsanna í þorpinu. Einstaka bæir voru fram með firðinum. Báturinn lagðist að bryggj- unni og Sigrún gekk heim til sín, þar sem tekið var á móti henni af ást og skilningi. Þorpsbúar mændu forvitnisaugum á hana og kerlingarnar stungu saman nefjum. Það vissu engir nema foreldrar Sigrúnar, hversvegna hún var komin heim um miðjan vetur. — Og sögurnar komust á kreik .... Hraðmæltar kjaftakerlingarn- ar byrjuðu á því að segja hverri annarri þá sögu, að hún Sigrún litla hans Einars í Búð, hefði nú verið rekin úr vistinni og send af yfirvöldunum í Reykjavík, heim til sín, vegna einhvers, sem bezt var að tala sem minnst um. Hann ætti nú annað skilið, bless- aður karlinn hann Einar, en að farið væri að bera út sögur um það, þó að ein af dætrum hans hefði lent í einhverju leiðinda- máli fyrir sunnan. En það væri nú samt betra að vara sig á henni, hún væri ekki öll, sem hún var séð. Aður en langt um leið breytt- ist saga þessi og varð á þá leið, að systur hennar hefðu sent hana heim, vegna þess að hún hefði lifað einsog skepna og leg- ið fyrir hvaða karlmanni sem var. Já, það var nú meiri gribb- an þessi stelpa; og hún var ekki nema sautján ára. Hún byrjaði svo sem fallega! Janúar leið og febrúar einnig, en þegar í byrjun marz varð það lýðum ]jóst, hvað Sigrún hafði haft upp úr krafsinu í Reykja- vík. Hún var orðin kasólétt. Og kerlingarnar fylltust heilagri vandlætingu yfir þessari lasta- fullu stelpugálu, sem hafði lagst með hinum og þessum og lokum látið einhvern ónafngreindan ræfil og fyllibyttu úr Reykjavílc gera sig ólétta. — Þannig náði söguburðurinn hámarki sínu. Sigrún tók þennan þvætting mjög nærri sér. Hún gat ekki skilið ánægju fólksins í því að smjatta á lygum um aðra. Henni var það óeiginlegt og hún var yfirleitt fámál og talaði sízt af öllu illa um náungann. Hún var hrædd um að barnið myndi ein- hverntíma verða fyrir barðinu á þessum sögum, þegar það tæki að stálpast. Alit hennar á mönn- unum breyttist. Fram til þessa hafði hún ekki orðið svo mjög 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.