Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 31

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 31
vör við þann breyzkleika mann- anna að aðhyllast hið illa í um- tali um náungann. Hún hafði aldrei verið þátttakandi í neinu slíku. — Að lokum varð hún eins og einangruð. — Þegar hún gekk um hina einu götu þorpsins, var horft á hana úr öllum gluggum, einsog hún væri eitthvert viðundur. Börnin á götunni sátu á sér með að hrópa á eftir henni og létu sér nægja að gretta sig framan i hana. Hún vissi hvað þau höfðu heyrt heima hjá sér. Foreldrar þeirra stúlkna, sem voru á henn- ar reki, bönnuðu þeim að um- gangast hana. Hún varð því ein- manna og fálátari en hún hafði nokkru sinni áður verið. Þannig þrengdu þorpsbúar að henni og á hverju kvöldi er hún háttaði voru taugar hennar spenntar til fulls, vegna þess að daglega kom eitthvað fyrir, sem snerti tilfinn- ingar hennar óþægilega. Dagar og vikur liðu. Og áfram hélt klukkan að tifa og stundirn- ar að líða. Sigrún beið með kvíðablandinni eftirvæntingu þeirrar stundar, er hún skyldi eiga barnið. Hún fann líf barns- ins vakna hið innra með sér og hún fylltist örvandi gleði við það. — Annars var mikil ærusta á heimilinu og hún vann myrkr- anna á milli við að halda því hreinu og þjóna yngri systkinum sínum. Móðir hennar var tekin að eldast og orðin vinnulúin. í KLETTAVÍK var gömul kerling, sem hafði annast ljós- móðurstörfin fyrir þorpsbúa í tæp þrjátíu ár. Hún var á sjö- tugsaldri, skapstirð og einhver illgjarnasta sögusmettan í þorp- inu. Sigrúnu hryllti við að láta hana taka á móti barninu, þar sem hún vissi að kerlingin var hinn mesti sóði. Enn einu sinni kom vorið og hestarnir gengu úr hárunum. Náttúran vaknaði af vetrardval- anum og snjóskriður urðu tíðar í fjarðarbotninum. Uppþornaðir lækir vöknuðu á ný og streymdu vatnsmiklir niður fjallshlíðarnar og rauðbrún jörðin kom í ljós undan snjónum. Sigrún vænti sín í lok maí- mánaðar. Kvöld nokkurt, viku áður en hún átti að eiga barnið, gekk hún niður að sjó. Hún átti ekk- ert erindi, en henni fannst hún verða að fara, hvernig sem á því stóð; hún var einsog rekin þang- að af duldu afli. Itún gekk hægt í fjörusandinum. Hægur andvari var úti og það var tekið að skyggja. Öldurnar gjálfruðu vinalega í flæðarmálinu og teygðu sig upp eftir sandinum, en náðu alltaf styttra og styttra; það var útfall. HEIMILISRITIÐ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.