Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 33

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 33
yfir Sigrúnu og hjálpaði til við fæðinguna. Sigrún harkaði af sér sársaukann svo sem hún gat. Að lokum var allt afstaðið og Sigrún féll í fastan svefn . .. Hún vaknaði í afturelding. Enginn var inni í herberginu. Hún kall- aði veikum rómi á móður sína. Enginn svaraði. Innan stundar kom Ijósmóðirin inn. Sigrún, sem var mjög máttfarin eftir fæðinguna, spurði eftir barninu. Kerlingin koma alveg að rúminu og beygði sig niður að henni. Rytjulegt hárið var ógreitt og stóð í allar áttir, augun voru blóðhlaupin. Um varir hennar lék ógeðslegt glott. Sigrún heyrði hana anda djúpt að sér og segja með illgirnislegri röddu og fyrir- litningarglampa í þrútnum aug- unum: Barnið, það fæddist andvana. Hahaha, hló hún og hálf hljóp út úr herberginu. Sigrún lá eftir eins og stirðn- uð. — Barnið dáið og kerlingin hló. Þetta hlaut að hafa verið ó- urleg synd. Og án þess að vita hvers vegna, brosti hún og bros- ið breikkaði og varð að vitfirr- ingslegu flissi. Hún var flissandi og talandi rugl við sjálfa sig, þegar móðir hennar kom inn í herbergið stuttu síðar. ENDIR Hryggileg mistök. Eiginmaðurinn: „Við höfum nú verið gift í yfir þrjátíu ár, en þú hefur aldrei búið til svona dásamlegt kaffi handa mér áður“. Konan (afsíðis með sorgarsvip): „Skyldi ég virkilega liafa tekið af skakkri könnu og gefið honum kaffið mitt?“ Tvennt ólíkt. Forstjórinn (kemur fram úr einkaskrifstofu sinni): „En. kæra frú, bíðið þér hérna eftir mér standandi! Hafið þér ekkert til að sitja á?“ Frúin: „Jú. sannarlega vantar mig það ekki. En ég hef engan stól“. Engar ýkjur! Kaupmaður: „Þessi postulínsvasi er yfir tvö þúsund ára gamall". Milljónamæringur: „Hú, hú! Þér skuluð ekki bera slíkt á borð fyrir mig, góði. Það er ekki nema 1948 núna“. HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.