Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 36

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 36
hver svo sem hann var — grun- aði ekki að hún hefði orðið hans vör, og hýn stóð eitt augnablilc kyrr fyrir framan skápinn til að reyna að ná valdi á hugsunum sínum. Nú, er dyrnar voru lokaðar, langaði hana mest til að opna þær aftur, ýta kjólunum til hlið- ar og sjá hverskonar maður þetta væri. Kannske var hann dauð'ur! Kannske kvaldist hann einhver ósköp, andlitið væri allt afskræmt og augun stæðu út úr höfðinu! Hún hafði ekki fyrr lokið þessum hugsunum, er hún ásak- aði sjálfa sig fyrir þessa fárán- legu ímyndun og reyndi nú af fremsta megni að íhuga þetta rólega. Þá sá hún strax, að ekki dugði að raula alltaf sama lagið, það' gat vakið grun hins „inni- Iokaða“. Hún varð að skipta um lag. Hún reyndi að hugsa upp eitt- hvert lag, en hún gat ekki hugs- að sér neitt, fyrr en henni datt skyndilega í hng „Við siglum tvö á sævardjúp“, og um leið var sem hún heyrði feginsandvarp innan úr skápnum. Þetta andvarp veitti henni styrk til að ná valdi yfir sjálfri sér. Dauður maður gat ekki andvarpað'. Venjulegur þjófur var í henn- ar augum ekki nándar nærri eins hræðilegur og lík manni, sem ef til vill væri myrtur. En hvernig hafði hann komizt inn, og hafði hann stolið ein- hverju? Fyrri spurningunni var auð- svarað. Það var brunastigi fyr- ir utan gluggann. Hver einasti þjófur gat auðveldlega opnað gluggann. Hvoi-t hann hefði stol- ið einhverju, gat hún fljótlega gengið úr skugga um. Hún raul- aði rólega á með'an hún gekk að snyrtiborði sínu og opnaði skart- gripaskrínið, þar sem meðal annars var geymt perluháls- band, sem hún hafði erft eftir ömmu sína. Skartgripaskrínið var tómt. Það var engum vafa bundið, að skartgripir hennar lágu í vasa þess manns, sem faldi sig inni í klæðaskápnum. Sonja var ekki ein þeirra kvenna, sem gefst baráttulaust upp fyrir réttindum sínum. Hún hefði getað farið' út um dyrnar og komizt í síma til að hringja á lögregluna, en hún vissi, að þá myndi þjófurinn nota tækifærið til að flýja út um gluggann og niður bruna- stigann. Lögreglan kæmi þá að engum notum. Hún gat líka æpt á hjálp, en þá myndi þjófurinn koma fram úr fylgsni sínu, ráðast á hana og flýja síðan. 34 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.