Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 43

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 43
litlir skammtar — og meira þyrfti ekki til að útiloka sárs- auka frá því svæði, er tekur til barnsfæð'ingar. Brezkir læknar höfðu notað slíka aðferð til deyfingar við keisaraskurð. Þeir höfðu notað miklu stærri skammta en Adriani ráðgerði, og þeir reynzt fullkom- lega öruggir. Hann hélt því á- fram. Hann nefndi aðferð sína „söð- ulstíflu“-deyfingu, af því að hún setti stíflu fyrir sársauka á því svæð'i, sem snertir söðulinn þeg- ar farið er á hestbak. Aðferðin var fyrst notuð við nokkur hundruð skurðsjúklinga með á- gætum árangri. Sjúklingar, sem skornir voru í líffæri á söðul- svæðinu, losnuðu við allan sárs- auka — og höfðu ekki eter-timb- urmenn að að'gerð lokinni. Nú var Adriani reiðubúinn að nota þessa nýju aðferð við fæð- ingar. Sjúklingarnir fengu nupercain- sykur, þegar ekki voru orðnar nema fjórar mínútur milli hríð- anna. Fyrst var ofurlítill húð- blettur á bakinu deyfður með novocain til þes sað fyrirbyggja sársauka er mænunálinni var stungið inn. Vegna þess hve sterkt það er, þarf aðeins örlitla skammta af nupercain. Einn rúmsentimetri nægir. Til samanburðar má geta HEIMILISRITIÐ þess, að við rófudeyfingu þarf 30 sinnum stærri innsprautingu. Sængurkonan situr upprétt í hálfa mínútu, svo að lyfið fái tíma til að sökkva til botns í mænugöngunum. Síðan leggst hún aftur á bak. Eftir tvær til fimm mínútur er allur sársauki horfinn, og eftir 10—15 mínútur er deyfingin „bundin“ — sem merkir það, að lyfið geti ekki framar leitað upp á við í mænu- göngunum og valdið óþægind- um. Lyfið verkar á tilfinningataug- ar, en ekki hreyfitaugar. Það stillir því þjáningar án þess að stöðva vöðvahræringarnar, sem nauðsynlegar eru við eðlilega fæðingu. Læknar, sem sáu þessa aðferð notaða í fyrsta sinn, áttu erfitt með að trúa sínum eigin augum. Sjúklingarnir, sem verið höfðu taugaóstyrkir og kvíðandi, urðu glaðlegir og samstarfsfúsir. Alíka einstæður var árangurinn að því er börnin snerti. Þau önduðu strax, án þess að nota þyrfti skelli, kalt vatn eða súrefni. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherzlu á þýðingu þess, að' barnið gráti þegar í stað. Það merkir að það fái súrefni er það þarfnast þess — fyrstu úr- slitastund lífsins. Annað atriði er mikilvægt. Þegar söðulstífluaðferðin er not- 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.