Heimilisritið - 01.09.1948, Page 49

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 49
„Að heyra'Y sagði þjónninn, „er að hlýða“. „Hún á að vera“, sagði Frank. „hæfilega stór, á hæfilegum stað, með hæfilegum húsgögnum, hæfilegum myndum, hæfilegum marmaraplötum, teppum og öllu slíku. Eg vil að þar sé fjöldi tígrisdýraskinna. Ég er afar hrifinn af tígrisdýraskinnumY „Þau skulu vera þar“, sagði þjónninn. „Ég er“, sagði Frank, „dálítið listhneigður eins og fyrri eigandi yðar sagði. Listasmeklcur minn krefst þess, að á þessum tígris- dýraskinnum séu ungar stúlkur, sumar ljóshærðar, sumar dökk- hærðar, sumar litlar, sumar hraustlegar, sumar daufar, sum- ar fjörugar, allar fagrar, og þurfa ekki að vera mikið klæddar. Ég er á móti miklum klæðnaði. Hann er ósmekklegur. Hafið þér skilið þetta?“ „Það hef ég“, sagði árinn. „Látið mig fá það“, sagði Frank. „Þér þurfið elcki annað en loka augunum í eina mínútu“, sagði þjónninn, „og þegar þér opnið þau, munuð' þér finna um- hverfis yður alla þessa ánægju- legu hluti, sem þér hafið lýst“. „Allt í lagi“, sagði Frank. „En engin brögð, munið það!“ Hann lokaði augunum. Lágir, hljómfagarir tónar ómuðu um- hverfis hann. Að mínutu lokinni leit hann í kringum sig. Þarna voru hvelfingar, súlur, marmara- plötur, veggtjöld o. s. frv. í dýrlegustu höll, sem hægt var aðh ugsa sér. Hvert sem hon- um varð litið, sá hann tígris- dýraskinn og á hverju skinni hvíldi ung, undrafögur stúlka, sannarlega ekki mikið klædd. Okkar góði Frank var, svo ekki sé meira sagt, í uppnámi. Hann flögraði fram og aftur eins og hunangsfluga í blómabúð. Allstaðar var honum tekið með Ijúfara brosi en lýst verði með orðum, og eggjandi augnaráði. Hér var roðnað og litið niður. Hér var andlit ljómandi af á- lcafa. Hér var snúið' í hann baki, en engan veginn kuldalega. Hér voru opnir armar, og hvílíkir armar! Hér var ástin allsráðandi. „Ég verð að segja það“, sagði Frank seint um kvöklið, „að ég hef skemmt mér vel í dag. Ég hef notið hans fullkomlegaY „Mætti ég þá fara fram á“, sagði árinn, „að fá að vera hús- vörður, og allsherjarráðgjafi um skemmtanir í stað þess að' hýrast í þessari viðbjóðslegu flösku?“ „Ég sé ekkert á móti því“, sagði Frank. „Það virðist heldur hart að láta yður kúldrast í flösku, eftir að þér hafið útvegað allt þetta. Gott og vel, verið brjdi, en umfram allt, munið að HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.