Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 51

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 51
innihalda fegurstu stúlku í heimi“. „Öldungis rétt“, hrópaði Frank. „Færið mér þá flösku samstundis“. Eftir fáeinar sekúndur stóð flaskan fyrir framan hann. „Þér megið' eiga frí síðdegis“, sagði Frank við árann. „Þakka yður fyrir“, sagði ár- inn. „Ég ætla þá að heimsækja fólkið mitt í Arabíu. Ég hef ekki séð það langalengi“. Að svo mæltu hneigði hann sig og fór. Frank beindi athygli sinni að flöskunni, og hann var ekki seinn á sér að taka tappann úr henni. Ut kom sú fegursta stúlka, sem með nokkrum ráðum er hægt að ímynda sér. Kleópatra og þær allar saman voru ekld annað' en grýla og gilitrutt samanborið við hana. „Hvar er ég?“ sagði hún. „Hver er þessi fagra höll? Hvað er ég að gera hér á tígris- dýraskinni? Hver er þessi fríði, ungi prins?“ „Það er ég“, hrópaði Frank uppnuminn. „Það er ég“. Síðdegið leið eins og andartak í paradís. Áður en Frank vissi af, var árinn kominn aftur, reiðubúinn með kvöldverðinn. Frank varð að borða með elsk- unni sinni, því í þetta sinn var það ást, sú rétta tegund. Þegar árinn kom inn með réttina, ranghvolfdi hann augunum við svo fagurri sjón. Frank var allur á iði af ein- skærri ást, svo að hann hljóp út í garðinn milli tveggja munn- bita, til að tína rósir handa elsk- unni. Árinn kom á meðan og hellti í glasið hennar og hvíslaði um leið: „Ég veit ekki, hvort þér munið eftir mér, ég var í næstu flösku við yður. Ég hef oft dáðst að fegurð yðar gegnum glerið“. „Jú, jú“, sagði hún. „Ég man ágætlega eftir yður“. í sömu andrá kom Frank inn. Árinn fékk ekki sagt fleira, en hann var á sveimi um stofuna, ■ þandi brjóstið og hnyklaði svera vöðvana. „Þér þurfið ekki að . óttast hann“, sagði Frank. „Hann er bara ári. Látum hann eiga sig. Segið mér, elskið þér mig í raun og veru?“ „Auðvitað geri ég það“, sagði hún dálítið annars hugar. „Jæja, segið það þá. Því segið þér það ekki?“ „Ég hef sagt það“, sagði hún. „Auð'vitað geri ég það. Er það ekki að segja það?“ Þetta daufa svar dró úr gleði Franks, eins og þegar ský hylur sólu. Efinn gerði vart við sig í huga hans. „Hvað eruð þér að hugsa um?“ spurði hann. „Ég veit ekki“, svaraði hún. „Jæja, en þér ættuð að vita HEIMILISRITIÐ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.