Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 54

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 54
hafa eiginmennirnir óvéfengjan- legar sannanir fyrir sakleysi * « smu . Poirot sagði lágt: „A, svo þér hafið veitt því eft- irtekt“. IV. „ÞAÐ GIiEÐUR mig að sjá yður, Poirot. Gjörið svo vel að koma inn. Eg þurfti einmitt að hitta yður“. Lögreglustjórinn rétti vind- lingaveski að Poirot. „Eg er í þann veginn að taka ákvörðun í þessu máli, en ég vildi samt heyra álit yðar, áð'ur en ég tæki fuhnaðar ákvörðun“. „Já, kæri vinur, segið þér frá“, sagði Poirot. „Ég hef ákveðið að fá Scot- land Yard málið í hendur. Að mínu áliti er eitursmygl eitt aðal atriðið í þessu máli. Mér virðist auð'sætt, að Pixy-hellirinn hafi verið samkomustaður smyglar- anna“. Poirot kinkaði kolli. „Ég er á sama máli“. „Ágætt. Ég þvkist vita, með nokkurri vissu, hver höfuðpaur- inn er. Horace Blatt“. „Ég get samsinnt því“, sagði Poirot. „Blatt fór iðulega út að sigla á báti sínum; oftast einn. Hann notaði áberandi segl, rauð að lit, en ég hef komizt að því, að hann á.tti líka hvít segl, sem hann kom fyrir á afviknum stað. Ég geng út frá því, að hann hafi siglt út á bátnum á ákveðnum degi, til þess að mæta öðrum bát og taka við varningnum. Hann hefur síð- an siglt upp að landi við Pixy Cove, þegar honum þótti hent- ugast, komið eitrinu fyrir á syll- unni í hellinum, og þar liggur það, þar til réttur aðili vitjar þess“. „Þér munið sjálfsagt eftir því“, sagði Poirot, „að daginn, sem morðið var framið, komu maður og kona í gistihúsið og báðu um mat. Maður gæti hugs- að sér að eitrið væri nálgast á eftirfarandi hátt: Einhverjir dvalargestir frá St. Loo, eða frá gistihúsi á heiðinni, koma hér vf- ir á eyna. Biðja um mat. Labba svolítið um, áður en þau borða. Ekkert er hægara en að skjótast niður í fiöruna, ná í eitrið. koma bví fyrir í góðri smátösku og halda svo heim í gistihúsið. Það er ekkert athugavert, þótt þau komi nokkrum mínútum of seint í matinn, af þessari göngu“. „Já. betta er allt hugsanlegt“, sagði Weston. — „Annars svíf- ast beir einskis, þessir smyglar- ar. Ef einhver kæmist, af tilvilj- un, að starfsemi þeirra, myndu þeir ekki hika við að ryðia hon- um eða henni úr vegi. Ég álít að þar sé rétta skýringin á dauð'a Arlenu Marshalls". 52 HEEVrrLISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.