Heimilisritið - 01.09.1948, Page 56

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 56
Rosamund Darnley kom síð- ust, og var mjög áhyggjufull. „Linda kemur ekki. Hún segist hafa svo slæman höfuðverk“. „Hún hefur gott af að koma með“, sagði Poirot. „Reynið þér að fá hana til þess“. „Það er þýðingarlaust. Hún er alveg óíáanleg. Eg gaf henni aspirín, og hún háttaði. — Ég held að ég kæri mig heldur ekki um að fara“. „Það verður alls ekki látið viðgangast“, hrópaði Blatt, og leiddi hana að fremsta vagnin- um. „Ég verð hjá Lindu“, sagði Christine Redfern. „Ég kæri mig ekkert um að fara með“. „Svona Christine, komdu nú“, sagði Patríck. „Já, þér megið til með að koma, madame“, sagði Poirot. „Það er bezt að vera einn, þeg- ar maður er með höfuðverk“. Bifreiðarnar óku af stað. Fyrst var ekið að Pixy-hellinum við Sheepstone. Það var nokkr- um erfiðleikum bundið' að finna hellismunnann. Poirot hætti sér ekki út í stórgrýtið. Hann horfði á Christine Redfern, sem stökk léttilega á grjótinu. Maður hennar fylgdi henni fimlega eft- ir. Rosamund Darnley og Emily Brewster tóku þátt í leitinni; einnig Stephen Lane. Horace Blatt hrópaði uppörvunarorð- um til þeirra, og tók af þeim ljósmyndir. Meðan á þessu stóð, sátu þau Gardeners-hjónin og Poirot við veginn. Orðaflaumurinn rann af vörum frú Gardener. „— — og mér hefur alltaf fundist þessar ljósmyndatökur geta verið blátt áfram móðg- andi, Poirot, og maðurinn minn er á sama máli. Nema svona rétt á milli kunningja. Blatt kann sig alls ekki. Hann gengur að hverjum sem vera skal, og blað'r- ar og tekur mynd umsvifalaust, og eins og ég sagði við manninn minn, það er ótilhlýðilegt og bara alls engin kurteisi; er það ekki, Odell?“ „Jú, elskan“. „Eða myndin, sem liann tók af okkur öllum í hóp, þarna á ströndinni! Hann hefði nú átt • , að nefna það við okkur áður. Svo var nú það, að ungfrú Brewster var að standa upp, rétt í því, og ég býst við' að það hafi komið dálítið skrítilega fram á myndinni“. „Ég býst við því líka“, sagði Gardener og brosti út undir eyru. „Og svo gefur Blatt myndirn- ar hverjum sem hafa vill. Ég sá að hann gaf yður eina, Poirot“. „Já, og mér til mikillar á- nægju“, sagði Poirot. Rétt í þessu fannst Pixy-hell- 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.