Heimilisritið - 01.09.1948, Page 59

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 59
ur líklega verið' heppilegasta úr- ræðið“. Hann leit á krypplaða papp- írsörk, sem hann hélt í krepptri hendinni — bréfið, sem Poirot hafði fengið honum. Rosamund Darnley hrópaði: „Eg trúi því ekki. Ég trúi því ekki, að Linda hafi myrt hana. Það getur ekki staðizt, eftir því sem komið hefur í ljós“. „Nei, það er ómögulegt“, sagði Christine Redfern“; henni var órótt. „Hún hefur líklega al- veg tapað sér, og ímyndað' sér þetta“. Weston lögreglustjóri kom inn. „Hvað er ejginlega um að vera?“ sagði hann. Neasdon læknir tók bréfið af Marshall og rétti lögreglustjór- anum það. Weston renndi augunum yfir bréfið. „Hvað er þetta! Það getur ekki átt sér stað. Óhugsanlegt! Er það ekki rétt, Poirot?“ Poirot sagði hljóðlega: „Ég held, því miður, að það sé ekki óhugsanlegt“. Christine Redfern sagði: „En, við vorum saman þang- að til klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tólf, eins og ég skýrði frá, við yfirheyrsluna“. „Já“, sagði Poirot. „Frásögn yðar átti að sanna sakleysi henn- ar. En, á hverju byggðuð þér þessa staðhæfingu yðar? Það var armbandsúr Lindu Mars- hall, sem þér fóruð eftir. Það var hún sem sagði yður til um tímann. Eins og þér sögðuð sjálfar, virtist yður tíminn hafa liðið svo fljótt“. Christine starði á hann, ótta- slegin. „Hugsið yður vel um“, sagði Poirot. „Genguð þér hratt, á leiðinni heim að gistihúsinu?“ „Ég — gekk fremur hægt, held ég. Ég var í þönkum“. „Mér þykir leitt að þurfa að fara nánar út í það, en mætti ég spyrja, um hvað þér voruð að hugsa?“ „Ég held — ef það er þýðing- armikið — ég var að hugsa um, hvort ég ætti ekki að fara héð- an. Fara, án þess að láta mann- inn minn vita. Mér var óhægt innanbrjósts“. Patrick Redfern hrópaði upp: „Christine! Ég veit — ég skil ..“ Hin ákveðna rödd Poirots greip inn í. „Einmitt. Þér voruð að taka mikilvæga ákvörðun. Þér voruð gjörsamlega blindar gagnvart öllu öðru. Þér hafið eflaust geng- ið mjög hægt; sennilega staldr- að við annað veifið, til þess að velta málinu fyrir yður“. „Þér eruð glöggur“, sagði Christine. „Já, það var eins og HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.