Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 59

Heimilisritið - 01.09.1948, Qupperneq 59
ur líklega verið' heppilegasta úr- ræðið“. Hann leit á krypplaða papp- írsörk, sem hann hélt í krepptri hendinni — bréfið, sem Poirot hafði fengið honum. Rosamund Darnley hrópaði: „Eg trúi því ekki. Ég trúi því ekki, að Linda hafi myrt hana. Það getur ekki staðizt, eftir því sem komið hefur í ljós“. „Nei, það er ómögulegt“, sagði Christine Redfern“; henni var órótt. „Hún hefur líklega al- veg tapað sér, og ímyndað' sér þetta“. Weston lögreglustjóri kom inn. „Hvað er ejginlega um að vera?“ sagði hann. Neasdon læknir tók bréfið af Marshall og rétti lögreglustjór- anum það. Weston renndi augunum yfir bréfið. „Hvað er þetta! Það getur ekki átt sér stað. Óhugsanlegt! Er það ekki rétt, Poirot?“ Poirot sagði hljóðlega: „Ég held, því miður, að það sé ekki óhugsanlegt“. Christine Redfern sagði: „En, við vorum saman þang- að til klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tólf, eins og ég skýrði frá, við yfirheyrsluna“. „Já“, sagði Poirot. „Frásögn yðar átti að sanna sakleysi henn- ar. En, á hverju byggðuð þér þessa staðhæfingu yðar? Það var armbandsúr Lindu Mars- hall, sem þér fóruð eftir. Það var hún sem sagði yður til um tímann. Eins og þér sögðuð sjálfar, virtist yður tíminn hafa liðið svo fljótt“. Christine starði á hann, ótta- slegin. „Hugsið yður vel um“, sagði Poirot. „Genguð þér hratt, á leiðinni heim að gistihúsinu?“ „Ég — gekk fremur hægt, held ég. Ég var í þönkum“. „Mér þykir leitt að þurfa að fara nánar út í það, en mætti ég spyrja, um hvað þér voruð að hugsa?“ „Ég held — ef það er þýðing- armikið — ég var að hugsa um, hvort ég ætti ekki að fara héð- an. Fara, án þess að láta mann- inn minn vita. Mér var óhægt innanbrjósts“. Patrick Redfern hrópaði upp: „Christine! Ég veit — ég skil ..“ Hin ákveðna rödd Poirots greip inn í. „Einmitt. Þér voruð að taka mikilvæga ákvörðun. Þér voruð gjörsamlega blindar gagnvart öllu öðru. Þér hafið eflaust geng- ið mjög hægt; sennilega staldr- að við annað veifið, til þess að velta málinu fyrir yður“. „Þér eruð glöggur“, sagði Christine. „Já, það var eins og HEIMILISRITIÐ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.