Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 60

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 60
ég vaknaði af draumi, þegar ég stóð fyrir framan gistihúsið. Ég flýtti mér inn, því ég hélt að ég væri orðin allt of sein; en þegar ég leit á klukkuna í setustofunni, sá ég að ég hafði alveg nógan tíma“. „Það er einmitt", sagði Poi- rot. Svo sneri hann sér að' Mars- halh „Ég þarf nú að gera yður grein fyrir því, sem ég fann í herbergi dóttur yðar, eftir að morðið var framið. I arninum var vaxstykki, sviðið hár, tætlur af pappír og pappa, og títuprjónn. Það má vera að pappírinn og pappinn komi ekki málinu sér- lega við, en hitt hefur þýðingu, einkum þar sem bók um galdra og særingar var falin í bókahili- unni. Þar mátti lesa um, hvernig hægt væri að ráð'a niðurlögum manns, með því að gera vaxlík- an af þeim sem átti að ráða af dögum. Síðan átti að bræða þetta vaxlíkan í hægum eldi, eða reka prjón í gegnum það, í hjartastað. Eins og frú Redfern sagði, fór Linda snemma út um morguninn, og keypti kerti. Ég er ekki í neinum vafa um, hvað gerzt hefur. Linda hefur búið til vaxlíkan, sem átti að' líkjast Arlenu, ef til vill fest á það hár- lokk af henni, til frekari líking- ar; síðan hefur hún rekið títu- prjóninn í gegnum þessa vax- mynd, og brætt hana í arninum. Þarna kemur að vísu fram barnaleg hjátrú, en það lýsir því, að hún hefur viljað Arlenu feiga. En er hugsanlegt að Linda hafi getað myrt stjúpmóður sína? Fyrst í stað leit svo út sem hún hefði fullgildar sannanir fyr- ir sakleysi sínu. En, eins og ég benti á áðan, var það einmitt Linda sjálf, sem eyðilagði þessar sannanir. Hún gat vel sagt, að klukkan væri meira en hún var — til dæmis fimmtán mínútum meira. Eftir að frú Redfern var kom- in upp frá ströndinni, hefði Linda vel getað komizt að Ar- lenu, til að myrða hana. Hún gat komizt upp stisann aftur, áður en þau ungfrú Brewster og Patrick Redfern komu á bátn- um fvrir tansann, farið síðan niður í Gull Cove og baðað sig. áður en hún fór aftur heim í gistihúsið. En til þess að fram- kvæma þetta, varð hún fyrst og fremst að hafa vitneskiu um að Arlena væri stödd við Pixy Cove, og í öðru lagi, varð hún að hafa líkamlega krafta. Hvað fyrra atriðinu viðvfkur, þá er ekkert ósennilegt, að Linda hefði getað sent Arlenu orð í annars nafni. Viðvíkiandi hinu síðara, þá hefur Linda mjög 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.