Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 61

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 61
sterklegar hendur. Það er ekki ótítt um unglinga á hennar aldri, að þeir séu vanstilltir. Óvenju- legir kraftar eru oft samfara taugaóstillingu. Enn er eitt atriði, sem vert er að gefa gaum. Móðir hennar var ákærð fyrir morð“. Kenneth Marshall leit upp. Hann sagði reiðilega: „Ég ætla að láta yður vita það, Poirot, að Rut, konan mín, var saklaus. Ég veit það alveg fyrir víst. Og ég trúi því ekki, að Linda hafi myrt Arlenu — það er óhugsandi!" „Hvað haldið þér þá um bréf- ið?“ spurði Poirot. Marshall tók við bréfinu af lögreglustjóranum o<r athugaði það gaumgæfilesa. „Ég er nauð- bevgður til að halda, að Linda hafi skrifað það“. „Gæti hún hafa skrifað það í þeim tilgangi að hlífa einhverj- um, sem hún hefur verið hrædd um að grunur myndi falla á?“ spurði Poirot. „Þér eigið við mig?“ sagði Marshall. „Ætli það gæti ekki hugsast?“ Marshall hugsaði sig um and- artak; síðan mælti hann rólega: „Nei, mér finnst fráleitt að hugsa sér það. Hún vissi fyrir víst, að lögreglan hafði tekið gild sönnunargögn mín og beint rannsókninni í aðra átt“. Poirot sagði: „En setjum nú svo, að hún hafi ekki einasta haldið að þér væruð grunaður, heldur þótzt vita, að þér væruð sekur“. Marshall einblíndi á Poirot, og rak upp hlátur. „Þetta er eins og hver önnur fásinna!" „Það er nú svo“, sagði Poirot. „Þér mynduð komast yfir all- mikið fé við fráfall konu yðar, Marshall“. „Ég er búinn að segja yður ..“ „Já, já — ég viðurkenni, að þér mynduð ekki hafa getað myrt konuna, ef þér hefðuð ver- ið einn að verki. En, ef þér hefð- uð haft einhvern yðar til að- stoðar?“ „Hvern fjandann sjálfan meinið þér?“ Hinum rólvnda manni var nú loksins runnið í skap. Augnaráð hans var reiðiþrungið og ógn- andi. Poirot sagði: „Ég held ekki, að þessi glæp- ur hafi verið framinn af einum manni. Þar hafa tveir verið að verki. Það er mikið rétt, að þér hefðuð ekki getað vélritað bréf- in, og samtímis verið við Pixy Cove. En þér hefðuð getað gert hraðritað uppkast, og látið ann- an rita það inni í herbergi yðar, á meðan þér sjálfur voruð að fremja glæpinn“. Poirot leit á HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.