Heimilisritið - 01.11.1948, Side 14

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 14
ungis ómeiddur. Ljáirnir höfðu ekki skorið hann. Ensku læknarnir liöfðu fylgzt nákvæmlega með öllu þessu. Það var með öllu útilokað, að hægt væri að koma við neins- konar brögðum. Við urðum að játa, að við vorum furð'u lostnir. Eg varð álíka furðu lostinn í annað skipti, þegar ég sá svip- aðan ósæranleik hjá vakandi manni, án þess nokkurskonar dvali hjálpaði honum til að kom- ast í annarlegt ástand. Það var í Istambul. Þar sá ég förumunk, beran að beltisstað, er lét stinga rýtingi „í“ kvið sér. Ég set orðið „í“ innan gæsa- lappa vegna þess, að' líkami mannsins stóðst rýtinginn eins og stálbrynja. Ekki var svo mik- ið sem skinnspretta. Við rann- sökuðum bæði manninn og vopnið vandlega. Við stóðum rétt hjá, er tilraunin var gerð. Sú efnafræðilega og líffræði- lega starfsemi, sem veldur því, að húðfrumurnar í mannslíkam- anum verða ósæranlegar, er að' mestu órannsökuð enn sem kom- ið er, þó fyrirbrigðin sjálf séu margsinnis staðfest. Svipuð þess- um áðurnefndu fyrirbrigðum er sú tiltölulega algenga athöfn að liggja á oddhvössum göddum án þess að saka. A ferðum mínum í Asíu sá ég oft fólk liggja á slíkum göddum, ganga berfædd á glóandi kolum, stinga löngum oddhvössum nöglum eða prjónum í kinnarn- ar, tunguna, handleggina og fæt- urna — án þess að blæð'a. A síð'ustu tímum hefur vísind- unum orðið ljóst, hve sterk áhrif hugurinn getur haft á starfsemi líkamans, jafnvel sjálfa líffæra- gerðina. Sérstakar hugsanir og geðsliræringar — svo sem ótti — geta valdið málleysi, lömun eða máttleysi í útlimum. Kvíði og áhyggjur, sem eru í rauninni ein tegund ótta, geta valdið maga- sári, hjartabilun o. fl. kvillum. Það er viðurkennd staðreynd, að áköf einbéiting hugans getur útilokað sársauka. I bardaga veita menn því stundum ekki at- hygli, þó þeir særist. Það stafar af því, að' hugurinn er svo al- tekinn af liita bardagans, að sársaukatilfinningar gætir ekki. 1 dáleiðslu, eða sefjunará- standi, er fólk einnig oft ónæmt fyrir sársauka. Astæðan er sú, að dáleiðsla er í raun og veru á- köf einbeiting, sem fæst með því að útiloka allar utanaðkomandi truflanir. Dáleiðsla er líka stund- um notuð við skurðað'gerðir í stað svæfingar. Óeðlilega áköf einbeiting get- ur jafnvel valdið samdrætti æð- anna og' komið í veg fyrir að blæði úr sárum. Gagnstætt þessuin fyrirbrigð- 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.