Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 19

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 19
— Skál! Garðyrkjumaðurinn lyfti glas- inu með semingi. Hann kunni ekki við það, að fólk sletti út- lenzku. Hún bauð honum vindl- ing. Hann þáði hann fyrir kurt- eisis sakir. Síðan hann fór að taka í nefið, hafði hann fengið leiða á sígarettum. Frúin dreypti settlega á vín- inu. Hann tæmdi hvert glasið af öðru. Þetta var hunangsdrykk- ur. Hann var þegar orðinn sæt- kendur. . .. Komdu hingað, trippið mitt! Hann teygði handleggina eftir henni. Hún settist á armbríkina á stólnum hans og hallaði sér upp að honum. Snertingin hleypti eldi í blóð hans. Hann greip fastar utan um hana og liönd hans lék við ávöl brjóst hennar, fikaði sig niður að hnján- um og lyfti kjólfaldinum, hærra og hærra. En hún færði sig snögglega frá honum, æsingin fór af honum og hann fann að hann var soltinn. — Áttu nokkuð að éta? ' — Te og smurt brauð. Hún fór fram í eldhúsið til að ná í mat handa honum. Meðan hún var að því, blaðaði hann í bókinni, sem hún hafði verið að lesa. Á titilblaðinu. stóð „Á forn- um slóðum“, stuttar ritgerðir um bókmenntir, listir og mann- kynssögu.. Hann lagði hana frá sér og hristi höfuðið. Hann botn- aði ekkert í, hvernig fólk gat haft ánægju af svoleiðis þvælu. Leynilögreglusögur, — það' var annað mál. Hún kom aftur með te og fá- einar þunnar og brenndar fransk- brauðsneiðar. Smjörið var klip- ið í litlar kúlur, sem skruppu milli fingra hans, og sultan virt- ist að mestu búin til úr fínhökk- uðuin appelsínuberki. Var það nokkur matur fyrir þreyttan verkamann! Garðyrkjumaðurinn reyndi að taka þessu vel og hámaði í sig af góðri lyst, unz fatið' var tómt. Frúin brosti enn sínu óræða brosi, en það var þó eilítið farið að kólna. — Nú hefði verið gaman að fá svolitla mússikk. Garðyrkjumaðurinn þurrkaði sér vandlega um munninn með handarbakinu. Frúin gekk að við'tækinu og stillti á hverja stöðina eftir aðra. Frá B. B. C. glumdi „Open the door, Richard!“ um stofuna, og garðyrkjumaðurinn drap dyninn með þungum stígvélunum. En frúin sleppti af stöðinni og hélt áfram að leita fyrir sér, unz hún heyrði tvöfaldan strokkvartett leika vérk eftir Tschaikowsky: Andante cantabile opus 11. Mjúkir, seiðandi tónar fylltu stofuna. HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.